Bæjarráð - 3114
haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
3. desember 2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Elís Jónsson varamaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Angantýr Einarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun 2020 - 201909065 |
||
Bæjarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 til kynningar fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð þakkar kynninguna. |
||
2. |
Þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 - 201910135 |
|
Bæjarstjóri lagði fram þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 til kynningar fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð þakkar kynninguna |
||
3. |
Umræða um samgöngumál - 201212068 |
|
Rædd var nýsamþykkt þingsályktunartillaga um úttekt í Landeyjahöfn. Samkvæmt tillögunni er miðað við að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð fagnar því að Alþingi skuli hafa samþykkt að ráðast í óháða úttekt á Landeyjahöfn og skorar á samgönguráðherra að hefja hana sem fyrst, enda gert ráð fyrir að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir í lok næsta sumars. |
||
4. |
Umræða um heilbrigðismál - 201810114 |
|
Til umræðu var fundur bæjarráðs með heilbrigðisráðherra þann 20. nóvember sl. Fundurinn gekk vel. Ráðherra tók undir með bæjarfulltrúum um að bæta sjúkraflug til Vestmannaeyja og verið er að skoða möguleika á sjúkraþyrlu á Suðurlandi með staðarmönnun. Vonandi skýrist fljótlega hvort af því verður. |
||
5. |
Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum - 201911005 |
|
Bæjarstjóri upplýsti um ákvörðun dómsmálaráðherra um að auglýsa embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og fjölga verkefnum á stofnuninni. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með ákvörðun dómsmálaráðherra að auglýsa embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og fjölga verkefnum á stofnuninni sem styrkir starfsemi embættisins. Jafnframt fagnar bæjarráð því að dómþing verði áfram starfandi í Vestmannaeyjum. |
||
6. |
Atvinnumál - 201909001 |
|
Bæjarstjóri fór yfir verk-, tíma- og kostnaðaráætlun Þekkingarseturs Vestmannaeyja um gerð atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að vinnunni ljúki með stefnu og aðgerðaráætlun á seinni hluta ársins 2020. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð samþykkir áætlun Þekkingarseturs Vestmannaeyja um gerð atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar. |
||
7. |
Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar - 201906047 |
|
Vísað er til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar um endurskoðun bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. Áður en kom til afgreiðslu hennar hafði átt sér stað vinnufundur með Sesselju Árnadóttur, stjórnsýsluendurskoðanda Vestmannaeyjabæjar, þar sem farið var yfir þær ábendingar sem hún hafði gert við bæjarmálsamþykktina, sem síðast var breytt 2014. Ákveðið var að vinna áfram að breytingunum og fara í gegnum allar greinar hennar. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð samþykkir tillöguna og skipar þau Njál Ragnarsson, Jónu Sigríði Guðmundsdsóttur og Helgu Kristínu Kolbeins í umræddan starfshóp. Stefnt er að því að vinnan hefjist á næstu dögum og starfshópurinn skili af sér tillögum að breytingum fyrir bæjarstjórnarfund í janúar nk. |
||
8. |
Jafnlaunavottun - 201801078 |
|
Lögð voru fyrir bæjarráð drög að jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar. Stefnan er liður í innleiðingu jafnlaunavottunar hjá bænum, en skv, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn að öðlast slíka vottun. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð samþykkir jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar. |
||
9. |
Leyfi og stuðningur við endurmenntun og starfsnám starfsfólks Vestmannaeyjabæjar - 201911093 |
|
Bæjarstjóri lagði fram drög að reglum um leyfi og stuðning við endurmenntun og starfsnám starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Með reglunum eru sameinaðar gildandi reglur um starfs- og endurmenntun, ákvæði þeirra einfölduð, heimild forstöðumanna til veitingu slíkra leyfa skýrð og stuðningur til starfsmanna aukinn, t.d. með aukinni launaðri fjarveru vegna ástundunar í námslotum. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð samþykkir reglurnar. |
||
10. |
Samningur vegna rekstur Byggðasafn Vestm. - 201012078 |
|
Tímabundinn samningur við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um rekstur Sagnheima (Byggðasafns Vestmannaeyja), lýkur um næsta áramót. Vestmannaeyjabær hefur átt í viðræðum við forstöðumann Sagnheima, forstöðumann Safnahúss og framkvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja um framtíðarskipan Byggðasafnsins. Áhugi er fyrir því að Vestmannaeyjabær taki aftur til sín rekstur safnsins í byrjun næsta árs. Með því er hægt að einfalda rekstur safnsins og auka samvinnu Safnahússins og Byggðasafnsins, t.d. með mönnun í afleysingum og láni á starfsfólki milli safna. Hlutverk og verkefni Safnahúss og Byggðasafns eru nokkuð lík og eðlilegt að rekstur slíkra safna sé á hendi sveitarfélagsins. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð samþykkir breytt rekstrarfyrirkomulag Sagnheima frá og með 1. janúar 2020 og þakkar starfsfólki Þekkingarseturs Vestmannaeyja fyrir gott samstarf um rekstur safnsins á liðnum árum. |
||
11. |
Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Vigtin Bakhús - 201911087 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Birgis Þórs Sigurjónssonar um rekstrarleyfi fyrir Vigtina-bakhús vegna reksturs veitingastaðar í flokki II. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir eftirlitsaðilar, byggingarfulltrúi, Slökkvilið Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, veiti samþykki fyrir sitt leyti. Bæjarráð felur jafnframt framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda sameiginlega umsögn til sýslumanns þegar allar umsagnir liggja fyrir. |
||
12. |
Umsókn um leyfi vegna áramótabrennu 2019-20 - 201912002 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir upplýsingum um hvort Vestmannajabær, sem landeigandi, veiti heimild til áramótabrennu við Hásteinsvöll þann 31. desember 2019, kl. 17:00 |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir leyfi til að nýta umrædda staðsetningu undir áramótabrennu þann 31. desember 2019. |
||
13. |
Ósk um umsögn fyrir flugeldasýningu Áramót 2019 - 201912003 |
|
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn um umsókn Vestmannaeyjabæjar um leyfi til skoteldasýningar þann 31. desember 2019, í tengslum við áramótabrennu við Hásteinsvöll. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilmálum embættis lögreglustjóra um slíkan viðburð. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:35