Bæjarráð - 3113
19. nóvember 2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Njáll Ragnarsson formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Elís Jónsson varamaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá:
Umræða um samgöngumál - 201212068 |
||
Bæjarráð ræddi nýjan samning við Björgun um dýpkun Landaeyjahafnar. Samkvæmt samningnum verður dýpkun haldið áfram óslitið út janúar og dýpkunarskipið og áhöfn staðsett í Vestmannaeyjum. Í mars verður svo dýpkað eftir gamla samningnum, með einni veigamikilli breytingu, þ.e. leitast verður við að fá aðila með öflugri og afkastameiri tækjakost en Björgun hefur yfir að ráða. Það má því gera ráð fyrir að það taki skemmri tíma að opna höfnina aftur, komi til þess að hún lokist í vetur vegna sandburðar. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð fagnar nýjum samningi Vegagerðarinnar um dýpkun í vetur og ráðstafanir til að fá afkastamikla aðila til að halda áfram dýpkun í vor. |
||
2. |
Tillaga héraðsskjalavarða um sameiningu fjögurra skjalasafna á Suðurlandi - 201903067 |
|
Rædd var tillaga héraðsskjalavarða um samvinnu eða sameiningu skjalasafnanna á Suðurlandi. Bæjarráð hefur áður fjallað um tillögur héraðsskjalavarða á fundi sínum 30. apríl sl. Til stóð að ræða umrædda tillögu á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var í október sl., en sú varð ekki raunin. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir símafundi með Þorsteini Tryggva Mássyni, héraðsskjalaverði Héraðsskjalasafns Árnesinga, til þess að óska eftir frekari upplýsingum um aukna samvinnu héraðsskjalasafnanna. |
||
3. |
Umsagnir frá Alþingi - bæjarráð - 201904142 |
|
Til umræðu var beiðni Alþingis um umsagnir um tillögu til þingsályktunar um þyrlupall í Vestmannaeyjum. Samkvæmt tillögunni er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja og verkinu verði lokið eigi síðar en árið 2021. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð tekur undir með flutningsmönnum tillögunnar og telur mikilvægt að grípa til ráðstafana til að tryggja örugga sjúkraflutninga í neyðartilvikum og stytta viðbragðstímann. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag með staðsetningu sjúkraflugs á Akureyri er óásættanlegt. |
||
4. |
Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118 |
|
Til upplýsinga var lögð fyrir bæjarráð fundargerð nr. 550, frá fundi stjórnar Sambands sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. október sl. |
||
5. |
Safnahelgin 7.-17. nóvember 2019 - 201911060 |
|
Glæsilegri Safnahelgi í Vestmannaeyjum er nýlokið og óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til. Fjöldi fjölbreyttra viðburða var á dagskránni í ár sem stóð yfir í 11 daga, frá 7. til 17. nóvember. Enn eru dagskrárliðir um næstu tvær helgar sem tengjast 100 ára kaupstaðarafmælinu og Safnahelginni. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð vill senda öllum þeim sem komu að skipulagningu og þátttöku Safnahelgarinnar sínar bestu þakkir og hamingjuóskir með frábæra og metnaðarfulla dagskrá. Þá eru bæjarbúar hvattir til að sækja þá viðburði sem framundan eru. |
||
6. |
Beiðni um umsögn vegna skoteldaleyfis - 201911038 |
|
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Björgunarfélags Vestmannaeyja um leyfi til að selja skotelda í húsnæði sínu við Faxastíg 38 frá 28. desember 2019 til og með 4. janúar 2020. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilmálum embættis lögreglustjóra um slíka sölu skotelda. Bæjarráð samþykkir einnig fyrir sitt leyti opnunartíma skoteldasölunnar. |
||
7. |
Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078 |
|
Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarfundargerð. |
||