06.11.2019

Fræðsluráð - 323

 
 Fræðsluráð - 323. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

6. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson formaður, Arna Huld Sigurðardóttir varaformaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Rannveig Ísfjörð 2. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

 Jarl Sigurgeirsson, áheyrnarfulltrúi mætti fyrir 6. mál.

 

Dagskrá:

 

1.

Skólaþing 2019 - 201911018

 

Kynning á efni Skólaþings 2019 sem haldið var 4. nóvember sl.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna.

     

2.

Staða daggæslumála - 201104071

 

Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu biðlista á leikskóla og stöðu hjá dagforeldrum. Framkvæmdastjóri sviðs og fræðslufulltrúi ræddu fyrirhugaða lenginu á fæðingarorlofi og fæðingarstyrk og áhrif þess á starfsumhverfi leikskóla og dagforeldra.

   
 

Niðurstaða

 

Í dag eru samtals 8 börn í vistun hjá dagforeldrum og skv. umsóknum verða börnin samtals 9 í janúar.
13 börn fædd 2018 fengu nýverið boð um vistun á leikskólum í janúar, 9 á Kirkjugerði og 4 á Sóla. Á biðlista eru 4 börn fædd 2018 sem bíða eftir leikskólavist á Sóla og 7 börn sem fædd eru árið 2019.
Ráðið þakkar fræðslufulltrúa og framkvæmdastjóra fyrir kynningu. Fræðsluráð felur fræðslufulltrúa ásamt fulltrúa frá minni- og meirihluta úr fræðsluráði til að hafa tal að dagforeldrum fyrir næsta fund ráðsins.

     

3.

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla - 201910096

 

Á 322. fundi fræðsluráðs fól ráðið fræðslufulltrúa að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum.

   
 

Niðurstaða

 

Tilgangur með þróunarsjóði leik- og grunnskóla er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi. Þeir sem geta sótt í slíkan sjóð eru kennararar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og fræðslusvið í samstarfi við skóla. Settar eru fram áherslur sjóðsins hverju sinni og auglýst eftir umsóknum. Oftar en ekki eru áherslur tengdar skóla- eða menntastefnu sveitarfélagsins.
Ráðið þakkar fræðslufulltrúa fyrir og ítrekar mikilvægi þess að styðja við og ýta undir faglegt starf á öllum skólastigum. Fræðsluráð felur framkvæmdastjóra að breyta málalyklum og felur fræðslufulltrúa að útbúa drög að úthlutunarreglum fyrir næsta fund ráðsins.

Bókun:
Fræðsluráð leggur áherslu á að stofnaður verði þróunarsjóður leik- og grunnskóla. Enda væri það mikill hvati fyrir leik- og grunnskólakennara að geta sótt í sjóðinn til að framkvæma og láta verða að veruleika hugmyndir sem auka fjölbreytni og styrkja skólastarfið. Verður það alltaf nemendum og skólastarfinu til góða.

     

4.

Mat á stöðu stoðkerfis GRV - 201809110

 

Á síðasta fundi fræðsluráðs nr.322 fól ráðið framkvæmdastjóra sviðsins og fræðslufulltrúa að vinna úr tillögum starfshóps um stöðu stoðkerfis GRV í samráði við skólastjóra GRV. Lagði ráðið til að tillögurnar yrðu kostnaðametnar og niðurstöður úr því lagðar fyrir fræðsluráðs á næsta fundi.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir og samþykkir tillögur í minnisblaði. Fræðsluráð felur framkvæmdastjóra að fylgja eftir að áfram sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlanagerð. Ráðið skipar eftirtalda aðila í faghóp spjaldtöluvæðingu í GRV:
Önnu Rós Hallgrímsdóttur, skólastjóra
Guðbjörgu Guðmannsdóttur, kennara
Drífu Gunnarsdóttur, fræðslufulltrúa
Hallgrím G. Njálsson, kerfisstjóra Vestmanneyjabæjar.

     

5.

Snemmtæk íhlutun í leik- og grunnskóla - 201911004

 

Framkvæmdastjóri sviðs fer yfir nauðsyn snemmtækrar íhlutunar í leik- og grunnskóla og leggur til í minnisblaði aukningu á stöðum sérleikskólakennara í leikskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir og samþykkir tillögur í minnisblaði. Fræðsluráð felur framkvæmdastjóra að fylgja eftir að áfram sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlanagerð.

     

6.

Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla - 201911003

 

Fræðslufulltrúi kynnir hvernig hvatningarverðlaun í leik-og grunnskóla eru nýtt til eflingar skólastarfs hjá öðrum sveitarfélögum.

   
 

Niðurstaða

 

Markmiðið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin er hugsuð sem hrós til þerira sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og eru einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til. Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa, aðra starfsmenn í leik- og grunnskólum, kennara og starfsmenn í tónlistarskóla og frístundaveri. Auglýst er eftir tilnefningum og geta allir sent inn tilnefningu.
Ráðið þakkar fyrir og felur fræðslufulltrúa að koma með tillögur hvernig væri hægt að standa að þessu í Eyjum.

     

7.

Framkvæmdir á Kirkjugerði - 201910095

 

Á 322. fundi fræðsluráðs fól ráðið framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir og leggja formlegt minnisblað fyrir næsta fund ráðsins.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir minnisblað og fagnar því kominn sé verktaki til vinnu sem mun klára verkið.

     

8.

Hamarskóli - nýbygging - 201910156

 

Á 1552. fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja dags. 31. október 2019 lagði bæjarstjórn til að hefja vinnu við stækkun Hamarsskóla. Bæjarstjórn samþykkti að fela fræðsluráði áframhaldandi vinnu málsins og leggur áherslu á að verkinu ljúki árið 2022.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið felur framkvæmdastjóra að gera tímalínu í samstarfi við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir næsta fund ráðsins.

Það eru allir sammála því að haldið sé í þessa vegferð. Þegar horft er til byggingar Hamarsskóla þá kom A álma 1982, B álma 1985, C álma 1992, D álma 2002 -
Nýjasti hluti skólans hýsir 5 ára deildina. Ákvörðun um byggingu D álmu var tekin á fundi skólamálaráðs þann 4. mars 1994 að undangenginni vinnu starfshóps um skólamál í Vestmannaeyjum. Þá samþykkti skólamálanefnd að beina því til bæjaryfirvalda að ljúka byggingu Hamarsskóla samkvæmt fyrirliggjandi teikningum.

Bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa barist hart fyrir því að gert verði ráð fyrir fjármagni í fjárhagsætlun sem fari í stækkun Hamarskóla þannig að þar rúmist einnig starfsemi Tónlistarskólans og frístundavers sem og að þar verði matar- og hátíðarsalur fyrir starfsemi skólanna.
Við fögnum því að á fundi 1552 bæjarstjórnar Vestmannaeyja var ákveðið að gera ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun í að hefja þetta verkefni. Með þessu vekefni mun Vestmannaeyjabær stórbæta þjónustu, aðgengi og aðstöðu Hamarskóla, Tónlistarskóla og Frístundavers. Umræddar hugmyndir munu hafa ákveðna rekstrarhagræðingu í för með sér auk þess sem þær samræmast hugmyndum sveitarfélagsins um samræmda þjónustu við börn. Hér er verið að stíga stórt skref í bættri þjónustu við nemendur grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins.

Bókun:
Að byggja við skóla er stórframkvæmd sem bæði dýr en jafnframt líka metnaðarfull. Það þarf kjark og þor til að ráðast í slíkar framkvæmdir og það er ánægjulegt að undir forustu meirihluta E- og H-lista skuli ákvörðun um slíkt vera tekin.

     

9.

Umhverfis Suðurland - 201808156

 

Erindi frá 1551 fundi Bæjarstjórnar frá 26. september 2019.
"Bæjarstjórn samþykkir að frá og með næstu áramótum verði það stefna Vestmannaeyjabæjar að hætta notkun einnota plasts hjá stofnunum bæjarins.
Bæjarstjórn leggur fyrir umhverfis- og skipulagsráð að vinna með forstöðumönnum stofnana bæjarins að því að minnka innkaup á einnota plasti og stefna að því að
hætta alfarið notkun þess í náinni framtíð."
Sjöunda mál 312. fundar Umhverfis- og skipulagsráðs dags 30. sept 2019.
"Ráðið samþykkir að skipa starfshóp sem mun vinna þetta í skrefum og í samvinnu með forstöðumönnum stofnanna Vestmannaeyjabæjar. Ráðið leggur til að einn fulltrúi verði úr umhverfis- og skipulagsráði auk starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Ráðið óskar jafnframt eftir tilnefningu um fulltrúa úr fræðsluráði."

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar fyrir erindið og fagnar þessari fyrirhugaðri vinnu. Mikilvægt er að lágmarka notkun á einnota plasti og metnaðurfullri stefnu Vestmannaeyjabæjar ber að fagna í þessum efnum. Fræðsluráð tilnefnir Örnu Huld Sigurðardóttur fyrir hönd fræðsluráðs í þennan starfshóp.

Bókun:
Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun en myndi vilja að stefnan yrði sett mun hærra og taka sorp mál Vestmannaeyjabæjar til skoðunar í heild með því markmiði að minnka allt sorp hjá stofnunum bæjarins. Einnig hafa markvissa kennslu í sorpmálum fyrir nemendur leik- og grunnskóla.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159