05.11.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 241

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 241. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
5. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2020 - 201910114
Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2020 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 479 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði jákvæð um 71,5 milljónir króna.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2020 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
 
 
2. Ósk um breytingar á gjaldskrá vörugjalda - 201910113
Fyrir liggur erindi frá Eimskip Ísland ehf dagsett 18.
október s.l. vegna vörugjalda.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við óskum bréfritara varðandi afslátt á vörugjöldum, en bendir á að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar er endurskoðuð á hverju ári.
 
 
3. Eiði 8 - Umsókn um stækkun lóðar - 201910139
Bragi Magnússon f.h. Löngu ehf. óskar eftir stækkun lóðar á Eiði 8 skv. meðfylgjandi gögnum. Vísað til umsagnar frá Umhverfis- og skipulagsráði.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti stækkun lóðar um 3,5 metra í vestur frá húsinu svo framarlega sem 12 metra vegbreidd skerðist ekki. Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
4. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Vinna við mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu er í gangi og liggur fyrir vistferlisgreining þar sem borin eru saman áhrif núverandi fyrirkomulags annars vegar og sorporkustöðvar hins vegar. Fram kemur að jákvæð umhverfisáhrif eru af því að nýta sorporkustöð í stað þess að flyja úrgang í burtu til urðunar.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
5. Skipalyftukantur, endurnýjun 2019-2020 - 201910160
Lögð fram drög að útboðslýsingu vegna endurnýjunar á Skipalyftukanti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gögn og felur framkvæmdastjóra að bjóða út verkið.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:53
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159