05.11.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 237

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 237. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

5. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Sólrún Erla Gunnarsdóttir sat fundinn í máli 2.

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

2.

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar - 201910049

 

Umræður um stefnu Vestmannaeyjabæjar í málefnum aldraðra.

   
 

Niðurstaða

 

Deildarstjóri öldrunarþjónustu og framkvæmdastjóri sviðs kynntu hugmyndir að stefnu í öldrunarþjónustu. Ráðið felur deildarstjóra að leggja drögin að stefnunni fyrir Öldungarráð til kynningar og umfjöllunar. Ráðið þakkar kynninguna og mun taka málið aftur á dagskrá ráðsins síðar.

     

3.

Málefni fatlaðs fólks - 200711136

 

Aðgengismál fatlaðs fólks og mikilvægi þeirra mála.

   
 

Niðurstaða

 

Kynnt var fyrir ráðinu fyrirhugað átak í aðgengismálum hjá Vestmannaeyjabæ. Gert hefur verið ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 að laga ýmis atriði sem eru ábótavant. Það er mikilvægt að vera á tánum gagnvart þessum málum og hvetur ráðið einnig fyrirtæki í bænum að skoða aðgengi hjá sér og bæta ef þess þarf.

     

4.

Forvarnir fjölskyldu- og fræðslusviðs - 200806010

 

Umræður um forvarnarmál og kynning á framkvæmd þeirra hjá fjölskyldu- og fræðslusviði.

   
 

Niðurstaða

 

Yfirfélagsráðgjafi og framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynntu forvarnarstefnu Vestmannaeyjabæjar og vinnu starfshóps sviðsins í að framfylgja henni. Í starfshópnum eru auk Guðrúnar Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafa, Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi, Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur, Erna Georgsdóttir æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi og Silja Rós Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Ráðið fagnar vinnu starfshópsins og felur framkvæmdastjóra og starfshópnum að vinna nauðsynlegar endurbætur á forvarnarstefnunni og leggja fyrir ráðið en ýmsar forsendur hennar hefur tekið breytingum frá því hún var sett fram.

     

5.

Ungmennaráð Vestmannaeyja - 200702064

 

Val á einstaklingum í Ungmennaráð Vestmannaeyja

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið velur eftirfarandi aðila í Ungmennaráð Vestmannaeyja;
Aðalmenn:
Emma Jónatansdóttir
Snorri Rúnarsson
Daníel Hreggviðsson
Guðbjörg Sól Sindradóttir
Eva Sigurðardóttir

Til vara
Ægir Freyr Valsson
Daníel Scheving Pálsson
Ráðið óskar Ungmennaráðinu góðs gengis og hlakkar til samstarfsins.

     

6.

Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020 - 201910170

 

Kvennaathvarfið óskar erfti rekstrarstyrk fyrir árið 2020 að fjárhæð 250.000 kr.

   
 

Niðurstaða

 

Kvennaathvarfið leggur fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2020. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir 80.000 kr. styrk.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:07

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159