14.10.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 313

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 313. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 14. október 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Bryndís Gísladóttir 1. varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag í Áshamri. - 201901004
Fyrir liggur skýrsla um fornleifarannsókn í Áshamri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar og svari Minjastofnunar kemur fram að fornleyfaskoðun er lokið án athugasemda.
 
Niðurstaða
Skýrsla lögð fram. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa auglýsa lóðir í samræmið við vinnureglur sveitafélagsins um úthlutun byggingalóða nr. 131/2006.
 
 
2. Hásteinsstúka. Umsókn um byggingarleyfi - búningsklefar. - 201904196
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við áhorfendastúku. Í viðbyggingu verður komið fyrir búningklefum ásamt aðstöðu við Hásteinsvöll.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform.
Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulag svæðis.
 
Erindi vísað til Bæjarstjórnar
 
3. Gerðisbraut 3. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 201908217
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa. Birkir Ingason og Lísa Margrét Þorvaldsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar íbúum fyrir athugasemdirnar en getur ekki fallist á þær.
Stærð og nýtingarhlutfall aðalhæðar eru í eðlilegu hlutfalli við stærð lóðar og byggingarreit sem sýndur er í deiliskipulagsáætlun austurbæjar frá 1987/88. Þá vill ráðið benda bréfriturum á að hæðarsetning nýbygginga á lóðum nr. 3 og 7 getur ekki tekið mið að þeim húsum sem standa í húsalínu norðan götunnar, þar sem núv. hús standa ýmist 1m yfir götunni eða 1m undir götunni. Hæð aðalhæðar er í réttri hæð út frá götunni sem húsið stendur við.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
Erindi vísað til Bæjarstjórnar
 
4. Fífilgata 3. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201908077
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa. Magni Freyr Hauksson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu í samræmi við innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda Fífilgötu 3. Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
5. Heiðarvegur 10. Umsókn um breytta notkun á jarðhæð. - 201910061
Helen Dögg Karlsdóttir fh. Fundur fasteignafélag ehf. sækir um leyfi fyrir breyta atvinnuhúsnæði í rými 0101 í tvær íbúðir sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
6. Flatir 7 - Girðingar - 201907050
Tekið fyrir að lokinni umfjöllun í samráðshópi um umferðarmál. Þór Engilbertsson f.h. 2Þ ehf. sækir um leyfi fyrir að girða af athafnasvæði nyrst á iðnaðarlóð við Flatir 7 sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda Flötum 7.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið sbr. umsögn umferðarhóps.
 
7. Umferðarmál - 201910063
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir ráðið umsagnir umferðarhóps frá 8. okt. sl. Umferðarhópur fjallaði um biðskyldur í Áshamri og Foldahrauni, hraðahindrun á Hamarsvegi, umferðarspegill á Kirkjuvegi og bréf Slökkviðliðsstjóra er varðar umferð og bílastæði á Hásteinsvegi.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir umferðarspegil á horni Hólagötu og Kirkjuvegar, gangbraut yfir Hamarsveg við innkeyrslu að Golfskála og að biðskyldur verði settar á umferð sem kemur frá fjórum raðhúsagötum nyrst í Áshamri og á þrjár raðhúsagötur í Foldahrauni.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159