08.10.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 235

 
  

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 235. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. október 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Sólrún Erla Gunnarsdóttir sat fundinn í 3. máli.

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar - 201910049

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarmála fara yfir áherslur í öldrunarþjónustu og í rekstri Hraunbúða fyrir fjárhagsáætlun 2020.

   
 

Niðurstaða

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarþjónustu ræddu öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar og þau mál sem brýnt er að fara í á næsta rekstrarári. Ljóst er að umfang þjónustunnar er að aukast og mikilvægt að bregðast hratt og vel við. Aukin stuðningsþjónusta við aldraða (heimaþjónusta) kallar á meira utanumhald og skipulag sem og sérhæfða þjónustu. Nauðsynlegt er að ríkið heimili fjölgun dagdvalarrýma og þá sérstaklega sérhæfðum rýmum fyrir fólk með heilabilun. Vegna aukins álags í dagdvöl þarf að skoða skipulag og framtíðaraðstöðu dagdvalar. Innan Hraunbúða þarf að fara í framkvæmdir sem stuðla að því að bæta aðstöðu heimilisfólks og starfsfólks og létta þannig álagi á bæði heimilisfólk og starfsmenn Hraunbúða. Meta verður ýmsa aðra þjónustu og aðstöðuþætti inn á Hraunbúðum s.s. eldhús, aðstöðu fyrir lyfjaherbergi, aðstöðu og fyrirkomulag þvottahússins og skipulag umönnunar og hjúkrunar. Rekstur Hraunbúða er orðinn kostnaðasamari á sama tíma og aðkoma ríkisins, sem ber ábyrgð á fjármögnun, hefur staðið í stað. Kostnaðaraukinn lendir því í auknum mæli á sveitarfélaginu og er það með öllu óásættanlegt. Skoða verður allar leiðir til hagræðingar án þess að þjónustan skerðist og er framkvæmdastjóra sviðs falið að leita slíkra leiða og leggja fyrir ráðið. Framkvæmdastjóra er jafnframt falið að taka með inn í vinnslu fjárhagsáætlunar 2020 þá þætti í öldrunarþjónustu sem farið var yfir á fundinum.

     

4.

Akstursþjónusta - 200711112

 

Aukin ferðaþjónusta við fatlað fólk um kvöld og helgar - framhald af ákvörðun ráðsins frá 219. fundi frá 26. nóvember 2018, 4. mál.

   
 

Niðurstaða

 

Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var tekin sú ákvörðun til eins árs að bjóða upp á viðbótarþjónustu í formi niðurgreiðslu á leigubílaþjónustu sem og nýtingu á sérútbúinni bifreið á vegum bæjarins á kvöldin, um helgar og á rauðum dögum. Ákveðnar reglur gilda um þessa viðbótarþjónustu. Nýtingin á þessari þjónustu er lítil en nauðsynleg þau skipti sem þörf er á. Ráðið mælir með því að þessi viðbótarþjónusta verði til framtíðar. Framkvæmdastjóra er falið að gera ráð fyrir þessari viðbótarþjónustu í fjárhagsáætlun.

     

5.

Flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurnýjun á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs - 201910038

 

Minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs þar sem lagt er til flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurbætur á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð leggur til að tillaga framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs með flutning á félagsmiðstöð unglinga frá Rauðagerði að Strandvegi 50 auk þess sem að endurbætur verði gerðar á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði verði samþykkt. Aðstaðan að Strandvegi 50 er heppileg fyrir félagsmiðstöð, rýmið rúmgott og staðsetning góð. Einnig er gott aðgengi fyrir fatlaða. Breytingar á flutningi félagsmiðstöðvarinnar , sem og kostnaður við endurbætur á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði rúmast innan fjárhagsáætlunar þessa árs.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159