04.09.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 238

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 238. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
4. september 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Farið yfir loftdreifispá vegna fyrirhugaðrar upbyggingar á sorporkustöð og minnisblað frá Alta vegna frummatsskýrslu. Fram kom að vinna við mat á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar er á áætlun.
  
2. Slökkvistöð 2019 - 201907099
Farið yfir tillögur að viðbyggingu við Áhaldahús sem mun hýsa starfsemi slökkvistöðvar.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela framvæmdastjóra að útbúa útboðsgögn og leggja fyrir næsta fund ráðsins í samræmi við framlögð gögn og umræður á fundinum.
 
3. Viðgerðir á Friðarhafnarkanti - 201908205
Fyrir liggur þykktarmæling frá Köfunarþjónustunni á stálþili á Friðarhafnarkanti. Ljóst er að fara þarf í viðgerðir á stálþilinu.
 Niðurstaða
Starfsmönnum falið að leita tilboða í viðgerðir á stálþili og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
  
4. Iceland Fish Expo - 201905174
Iceland Fish Expo verður haldin 25.-27. sept nk. Unnið er að undibúningi sýningar en Framkvæmda- og hafnarráð hafði áður samþykkt að Vestmannaeyjahöfn yrði með sýningarbás.
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
5. Hugbúnaðarlausnir fyrir umhverfismál - 201908207
Lögð fram drög að rammasamningi milli Hafnasambands Íslands og "Klappir Grænar lausnir hf" um hugbúnaðarlausir Klappa.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti rammasamninginn og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
6. Hafnarfundur 2019 - 201908206
Fyrir liggja drög að dagskrá Hafnarfundar sem haldinn verður í Ölfusi 27.september.
 
7. Samstarf um framkvæmdir - 201908208
Framkvæmdastjóri fór yfir verklag í kringum framkvæmdir, þá sérstaklega jarðvinnu og möguleika á samstarfi milli framkvæmdaaðila en borið hefur á tvíverknaði við framkvæmdir.
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ræða við framkvæmdaraðila um betra samstarf og að verktakar almennt samnýti verk og lágmarki rask við jarðvinnu.
 
8. Siðareglur kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar - 201505010
Kynntar voru siðareglur kjörinna fulltrúa.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159