03.09.2019

Bæjarráð - 3107

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3107. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

3. september 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

Dagskrá:

 

1.

Notendaráð fatlaðs fólks - 201902110

 

Drög að samþykkt fyrir notendaráð um málefni fatlaðs fólks í Vestmannaeyjum lögð fram til kynningar og samþykktar

   
 

Niðurstaða

 

Samkvæmt 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur þjónustu við fatlað fólk og starfrækja sérstök notendaráð. Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi samþykkt að reglum fyrir notendaráð og felur fjölskyldu- og tómstundaráði að skipa aðila í umrætt notendaráð.

     

2.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 201908066

 

Drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks í Vestmannaeyjum lögð fram til kynningar og samþykktar

   
 

Niðurstaða

 

Samkvæmt 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög starfrækja samráðshóp um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu fatlaðs fólks og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi reglur fyrir samráðshópinn og bendir jafnframt á að bæjarstjórn eigi að skipa þrjá aðila í samráðshópinn ásamt varamönnum.

     

3.

Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á íslandi - 201908041

 

Bæjarráð fór yfir drög að umsögn sem skila á til vegna Grænbókara um stefnu í stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir þau drög að umsögn sem lágu fyrir fundinum og felur bæjarstjóra að senda inn umsögnina fyrir hönd bæjarráðs.

     

4.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118

 

Fyrir bæjarráði lá til kynningar fundargerð nr. 548 frá stjórn SASS frá 16. ágúst s.l.

     

5.

Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 201904018

 

Fyrir bæjarráði lá fyrir til kynningar fundargerð nr. 53 frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

     

6.

Atvinnumál - 201909001

 

Atvinnuuppbygging og nýsköpun í atvinnulífi er mikilvæg fyrir sveitarfélagið. Í sumar komu fram aðilar sem voru með hugmyndir af verkefni sem þeir vildu kynna Vestmannaeyjabæ. Þessir aðilar, þeir Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson, kynntu fyrir bæjarstjórn á óformlegum fundi þann 29. júlí sl. hugmyndir um fiskeldi á landi í Vestmannaeyjum. Fyrir bæjarráði liggja drög að viljayfirlýsingu milli þessara að aðila og bæjarins.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð telur það ánægjulegt þegar einkaaðilar vilja byggja upp nýja atvinnustarfsemi í Eyjum. Bæjarstjóra er falið að vinna með þessum aðilum að viljayfirlýsingunni og leggja aftur fyrir bæjarráð á næsta fundi ráðsins og í framhaldi fyrir bæjarstjórn.

Nýtt kvóta ár hófst 1. september síðastliðinn. Fiskistofa úthlutaði aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Úthlutað var 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þegar úthlutun aflamarks eftir heimahöfnum er skoðuð þá fer mest fer til skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum en þau ráða nú yfir 11,4% úthlutunarinnar samanborið við 10,6% í fyrra. Ánægjulegt er að sjá þessa þróun enda er sjávarútvegurinn sveitafélaginu gríðarlega mikilvægur.

     

                                                  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159