29.08.2019

Bæjarstjórn - 1550

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1550. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

29. ágúst 2019 og hófst hann kl. 18:00

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Helga Kristín Kolbeins aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

Dagskrá: 

 

 

 

 

     

1.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3104 - 201907005F

 

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Helga Kristín Kolbeins vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

Liður 1 var samþykktur með sex samhljóða atkvæðum.

     

2.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 231 - 201907006F

 

Liður 5, Leikvellir almennt liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 6, Heilsuefling fyrir eldri borgara liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-4 og 7-9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 5, Leikvellir almennt tóku til máls: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista sem bæjarfulltrúar D- lista tóku undir.
Íbúar hafa kallað eftir opnum leikvöllum sem hægt er að nýta meðan leikskólar og skólar eru í gangi. Bæjarstjórn telur mikilvægt að hafa nokkur lítil leiksvæði í bænum, fyrir utan skóla- og leikskólalóðir, Stakkagerðistún og Herjólfsdal. Bæjarstjórn fagnar því að þessi vinna er hafin.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Liður 5, Leikvellir almennt var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 6, Heilsuefling fyrir eldri borgara tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Helga Kristín Kolbeins og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bókun
Bæjarstjórn lýsir mikilli ánægju með að Heilsuefling eldriborgara 65 - Janusarverkefnið sé farið af stað. Í dag kynntu umsjónarmenn verkefnisins ásamt Janusi verkefnið og var fundurinn vel sóttur. Með þessu verkefni er stórt skef stigið í forvörnum og eflingu lífsgæða eldri íbúa Vestmannaeyja og fagnar bæjarstjórn því.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Kristí Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Liður 6, Heilsuefling fyrir eldri borgara var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-4 og 7-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

3.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 309 - 201907004F

 

Liður 11, Göngustígar og gönguleiðir liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 11, Göngustígar og gönguleiðir tóku til máls: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Liður 11, Göngustígar og gönguleiðir var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 237 - 201907008F

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3105 - 201907009F

 

Liður 1, Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 2, Umræða um samgöngumál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 9, Eyjasund - frá Eiðinu til Landeyjasands liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3-8 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyabæjar tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins.

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E- lista.
Bæjarfulltrúar meirhlutans taka undir bókun bæjarráðs frá 30. júlí síðastliðnum vegna bæjarmálsamþykktar. Við umræður um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 komu fram athugasemdir endurskoðenda um ýmsar greinar í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Í framhaldinu var óformlega rætt og ákveðið í bæjarráði að fela stjórnsýsluendurskoðanda bæjarins framgang málsins og að gera tillögur að breytingum á samþykktinni.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúa D-lista.
Formaður bæjarráðs gerist sekur um að brjóta siðareglur kjörinna fulltrúa þegar hann vitnar í ,,meint" orð undirritaðrar á umræddum bæjarráðsfundi.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þykir miður að fulltrúar meirihlutans hafi farið fram úr sér, hafið verk áður en ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdina af hálfu bæjarstjórnar. Undirritaðir bæjarfulltrúar eru á engan hátt andvígir endurskoðuninni, en gera athugasemdir við það verklag að endurskoðun hafi hafist áður en málið kom til umfjöllunar í bæjarstjórn. Að hafist sé handa með aðkeyptri þjónustu sérfræðings, án þess að fyrir liggi ákvörðun og samþykki bæjarstjórnar um að fara í endurskoðunina. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemd við að í bókun meirihlutans eru lagðar fram fullyrðingar en enginn bæjarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kannast við að óformlega hafi verið ákveðið í bæjarráði að fela stjórnsýsluendurskoðanda framganga málsins, líkt og kveðið er á um í bókun ráðsins. Fundir bæjarráðs og bókanir um slíkar ákvarðanir ættu að vera formlegar.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Liður 1, Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum en Trausti Hjaltason gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun.
Ég greiði atkvæði með afgreiðslu málsins en mér þykir mjög miður að bæjarfulltrúinn Njáll Ragnarsson sem jafnframt er formaður bæjarráðs skuli hafa lýst því yfir á fundinum að óformlegum samskiptum milli meiri- og minnihluta sé lokið. Samskipti og samtal milli bæjarfulltrúa er afar mikilvægur þáttur fyrir bæjarfélagið.
Trausti Hjaltason (sign)

Við umræðu um lið 2, Umræða um samgöngumál tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir,Íris Róbertsdóttir og Trausti Hjaltason.

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Alvarleg staða er uppi í flugsamgöngum við Vestmannaeyjar. Fækkun ferða með flugi veldur skerðingu á samgöngum og þar með lífsgæðum bæjarbúa en flugsamgöngur eru mikilvægur ferðamáti m.a. fyrir atvinnulíf og lífsgæði íbúa. Með bættum samgöngum á sjó og aukinni ferðatíðni nýs rekstraraðila Herjólfs verður samkeppnisstaða flugsins í Vestmannaeyjum erfiðari. Á landsvísu hefur fjöldi flugfarþega í innanlandsflugi á sama hátt aldrei verið minni en nú. Erfitt rekstrarumhverfi, háar álögur, mikilvægur en dýr eftirlitsiðnaður og fleiri þættir valda því að sjaldan eða aldrei hafa rekstraraðstæður flugrekstraraðila verði jafn tvísýnar. Að ósk Vilhjálms Árnasonar þingmanns fundaði Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í innanlandsflugi.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með samgönguráðherra og forsvarsmönnum Ernis flugfélags til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.
Tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2, Umræðu um samgöngumál var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið, 9, Eyjasund - frá Eiðinu til Landeyjasands tóku til máls: Íris Róbertsdóttir.

Bókun.
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og fagnar þeirri hugmynd að gera eigi Eyjasundleiðinni og þeim sem hana synda hátt undir höfði. Þetta sjósund er lengsta sinnar tegundar við Ísland og mikilvægt að halda utan um upplýsingar og fagna öllum þeim sem leiðina synda.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Liður 9, Eyjasund - frá Eiðinu til Landeyjasands var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 310 - 201908003F

 

Liður 1, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við flugvöll liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-8 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við flugvöll tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Liður 1, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við flugvöll var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

7.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3106 - 201908001F

 

Liður 1, Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Elís Jónsson, Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir og Helga Kristín Kolbeins.

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista.
Við stjórnsýsluendurskoðun síðasta vor, á starfsemi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018, komu fram athugasemdir frá Sesselju Árnadóttur, stjórnsýsluendurskoðanda Vestmannaeyjabæjar, um ákveðnar greinar í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar (samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar nr. 561/2013, sbr. samþykkt nr. 334/2014) sem þyrfti að uppfæra og leiðrétta.
Í framhaldinu var óformlega rætt og ákveðið í bæjarráði að fela Sesselju að leggja fram tillögur að breytingum á samþykktinni sem hún taldi nauðsynlegar. Umræddar tillögur hafa tvívegis verið lagðar fyrir bæjarráð.
Eftir fund ráðsins þann 30. júlí sl. þar sem breytingarnar voru lagðar fram, funduðu fulltrúar bæjarráðs með Sesselju og lagði fulltrúi sjálfstæðisflokksins til að farið yrði í ítarlegri breytingar/lagfæringar á bæjarmálasamþykktinni en Sesselja hafði áður lagt til.
Málið var síðan aftur lagt fyrir bæjarráð þann 20. ágúst sl. og lagði bæjarráð þar til við bæjarstjórn að samþykkja að fara í endurskoðun á bæjarmálasamþykktinni í samræmi við tillögur bæjarráðs þar um, þ.e. að taka fyrir tillögur stjórnsýsluendurskoðanda bæjarins auk óska fulltrúa minnihlutans um frekari breytingar á samþykktinni í heild sinni.
Gott samráð og breið samvinna fulltrúa meirihluta og minnihluta í bæjarráði hefur einkennt þessa vinnu fram til þessa og verður vonandi áfram.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarmálasamþykktin þarfnast endurskoðunar. Málið er komið í réttan farveg og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fullir tilhlökkunar á að takast á við þá vinnu.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E- lista.
Það er einlægur vilji meirihluta bæjarstjórnar að eiga í sem bestum samskiptum við minnihluta bæjarstjórnar. Því miður hefur andrúmsloftið í samskiptunum ekki verið nógu gott. Ýmsilegt er sagt í hita leiksins en það er okkar ábyrgð að starfa saman sem kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins. Og ætlum við að gera það.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka heils hugar undir að góð samskipti séu mikilvæg, og munum við leggja okkar af mörkum að svo verði.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Liður 1, Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum, Helga Kristín Kolbeins og Íris Róbertsdóttir gerðu grein fyrir atkvæði sínu.

Liðir 2-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

8.

Fræðsluráð - 320 - 201908002F

 

Liður 1, Launað starfsnám kennaranema liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 ligga fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Launað starfsnám kennaranema tóku til máls: Íris Róbertsdóttir og Helga Kristín Kolbeins

Bókun:
Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðsluráðs og fagnar því að Vestmannaeyjabær taki þátt í þessu þarfa verkefni sem mun hafa hvetjandi áhrif á skólastarfið og allt faglegt starf í leik- og grunnskólum bæjarins.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Liður 1, Launað starsfnám kennaranema var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

9.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 232 - 201908004F

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

10.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elís Jónsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Bókun:
Bæjarstjóri átti fund með Sigurði Inga Jóhannsyni, samgönguráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur, vegamálastjóra og Páli Magnússyni 1. þingmanni Suðurkjördæmis, um dýpkun Landeyjarhafnar í haust og vetur. Óskaði bæjarstjóri eftir því að Vegagerðin legði fram áætlun um dýpkun hafnarinnar í haust og vetur til að stuðla að greiðum sjósamgöngum í Landeyjahöfn.
Einnig kom skýrt fram á fundinum að Eyjamenn geti ekki búið við það ástand sem var við dýpkun Landeyjarhafnar síðasta vetur, enda var það með öllu óásættanlegt. Ráðherra og vegamálstjóri sýndu þeim sjónarmiðum mikinn skilning. Von er á áætlun frá Vegagerðinni fljótlega.
Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að koma með nýja dýpkunaráætlun sem eyðir út dýpkunartímabilum og tryggir betri tæknilæga getu við dýpkun Landeyjahafnar.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með seinagang þeirra þátta sem snúa að Vegagerðinni vegna siglinga milli lands og Eyja, t.d. framkvæmda við hafnarmannvirki í Þorlákshöfn og Landeyjarhöfn sem hafa orðið til þess að nýting á þeirri stóru fjárfestingu sem nýr Herjólfur er, er minni en væntingar og efni gefa tilefni til. Nauðsynlegt er að tafarlaust verði farið í þær breytingar á hafnarmannvirkjum og aðstæðum við Landeyjarhöfn til að tryggja hámarksnýtingu ferjunnar við bestu mögulegu aðstæður sem eru fyrir hendi í dag.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

     

11.

Umræða um sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum - 201901166

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista.
Í febrúar sl., ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, að setja sýslumanninn á Suðurlandi yfir sýslumannsembættið í Eyjum til áramóta. Nú er að líða að lokum þess setningartímabils og fór bæjarstjóri af þeim sökum á fund núverandi dómsmálráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í síðustu viku. Á þeim fundi var ítrekuð fyrri krafa bæjarstjórnar um að skipaður yrði á ný sýslumaður í Vestmannaeyjum með aðsetur í Eyjum eins og lög gera ráð fyrir. Ráðherra gat á fundinum ekki staðfest að staðan yrði auglýst, en nú stendur yfir greiningarvinna í dómsmálaráðuneytinu á öllum embættum sýslumanna í landinu. Þeirri vinnu er ólokið. Á fundi bæjarstjóra og dómsmálaráðherra var jafnframt rætt um fjölgun stöðugilda við sýslumannsembættið í Eyjum.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að auglýsa embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum laust til umsóknar að nýju og stuðla að því að embættið verði eflt með tilfærslu nýrra verkefna til Vestmannaeyja. Þá verði staða löglærðs sérfræðings sett á stofn við embættið til að sinna fyrirliggjandi og væntanlegum framtíðarverkefnum.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)


Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka heilshugar undir bókun bæjarstjórnar. Nauðsynlegt er að efla embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa átt fundi með dómsmálaráðherra þar sem þeir hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af stöðu mála. Bæjarfulltrúar hafa lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að auglýsa stöðu sýslumanns tafarlaust.
Fjármagn er til staðar í embættinu og lögum samkvæmt skal vera sýslumaður í Vestmannaeyjum.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

  

Næsti fundur bæjarstjórnar er 26. september n.k.

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:09

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159