26.08.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 232

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 232. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

26. ágúst 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.

  

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Sólrún Gunnarsdóttir sat fundinn í 3. máli.

Hrefna Jónsdóttir yfirgaf fundinn í 7. máli.

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Kynning á stöðu samningaviðræðna við ríkið um rammasamning hjúkrunarheimila annars vegar og dagdvalarþjónustu hins vegar - 201908044

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarmála kynna stöðu mála í viðræðum rekstaraðila hjúkrunar-, dvalar-, og dagdvalarrýma við ríkið um framlag til reksturs.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna. Ráðið harmar þann seinagang sem er í viðræðum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkratrygginga Íslands um nýjan samning um rekstur hjúkrunarheimila. Síðasti rammasamningur rann út um áramótin og enn hefur ekki tekist að semja. Ráðið tekur undir ályktun félagsfundar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu frá 12. ágúst sl. þar sem fram kemur mikilvægi þess að samningaviðræður við ríkið um þjónustu í hjúkrunar-, dvalar-, og dagdvalarýmum eigi sér stað miðlægt, milli samninganefnda SFV og ríkisins. Ráðið felur SFV áframhaldandi umboð Vestmannaeyjabæjar í þessari vinnu.

     

4.

Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar - 200809002

 

Framhald af 2. máli 231. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 17. júlí 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir liggur drög að endurskoðaðri Jafnréttisáætlun fyrir árin 2019 - 2023. Ráðið samþykkir umrædda áætlun fyrir sína hönd.

     

5.

Notendaráð fatlaðs fólks - 201902110

 

Drög að samþykkt fyrir notendaráð um málefni fatlaðs fólks í Vestmannaeyjum lögð fram til kynningar

   
 

Niðurstaða

 

Samkvæmt 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur þjónustu við fatlað fólk og starfrækja sérstök notendaráð. Ráðið hefur kynnt sér drög að samþykkt fyrir umrætt notendaráð og felur framkvæmdastjóra að leggja þau fyrir bæjarráð til samþykktar.

     

6.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 201908066

 

Drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks í Vestmannaeyjum lögð fram til kynningar

   
 

Niðurstaða

 

Samkvæmt 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög starfrækja samráðshóp um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu fatlaðs fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Ráðið hefur kynnt sér drög að samþykkt fyrir umræddan samráðshóp og felur framkvæmdastjóra að leggja þau fyrir bæjarráð til samþykktar.

     

7.

Ályktun faghóps þroskaþjálfa í Vestmannaeyjum - 201907103

 

Ályktun frá faghópi þroskaþjálfa í Vestmannaeyjum þar sem bent er á mikilvægi þess að auka þátttöku menntaðra þroskaþjálfa í störfum hjá sveitarfélaginu.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar ábendinguna. Ráðið bendir á að í dag starfa fimm þroskaþjálfar hjá Vestmannaeyjabæ, þrír innan grunnskólans, einn innan málaflokks fatlaðs fólks sem sinnir einnig leikskólabörnum og einn í Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð. Nýlega var auglýst eftir þroskaþjálfa við Víkin - fimm ára deild og mun hann hefja störf á næstunni. Sveitarfélagið hefur verið að efla stoðþjónustu sína og eru þroskaþjálfar sem og aðrir faghópar mikilvægir hlekkir þar.

     

8.

Siðareglur kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar - 201505010

 

Kynning á siðareglum kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar

   
 

Niðurstaða

 

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram til kynningar fyrir fulltrúa í fjölskyldu- og tómstundaráði.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:32

 

 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159