21.08.2019

Fræðsluráð - 320

 
 Fræðsluráð - 320. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. ágúst 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Rannveig Ísfjörð 2. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

Launað starfsnám kennaranema - 201907083

 

Kynning á launuðu starfsnámi grunn- og leikskólakennara.

   
 

Niðurstaða

 

Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að fjölga réttindakennurum í leik- og grunnskóla. Í Vestmannaeyjum er staða réttindakennara við grunnskólann í góðum málum en í leikskólum bæjarins er hlutfall réttindakennara enn lágt (milli 30& 35%). Eitt af aðgerðum til að fjölga réttindakennurum er að taka við starfsnámsnema/nemum og að sveitarfélagið kosti leiðsagnarkennara á hærri launum til að sinna þeim. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs óskar eftir heimild fræðsluráðs til að gripið verði til þessara aðgerða. Það er mat framkvæmdastjóra og fræðslufulltrúa að með því að taka inn starfsnámsnema og heimila leiðsagnarkennara mun það hafa hvetjandi áhrif á skólastarfið og efla faglegt starf. Skólaskrifstofa mun hafa umsjón með verkefninu í samráði við skólastjórnendur og sjá til að kostnaður rúmist innan fjárheimilda.

     

2.

Gæsluvöllurinn Strönd sumarið 2019 - 201808136

 

Fræðslufulltrúi fór yfir starf gæsluvallarins og aðsókn sumarið 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Gæsluvöllurinn var starfræktur 15. júlí-14. ágúst fyrir börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára. Fastir starfsmenn voru þrír en að auki komu starfsmenn úr Áhaldahúsi og krakkar úr vinnuskóla eftir þörfum. Gæsluvöllurinn var vel sóttur en í heildina voru 100 börn skráð inn á völlinn. Flest voru börnin 34 en fæst 2 og meðaltal var 18.

     

3.

Sumarfjör 2019 - 201804158

 

Fræðslufulltrúi kynnti starf Sumarfjörs 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Sumarfjörinu var skipt niður í þrjú tímabil fyrir börn í 1.-4 bekk. Hvert tímabil var tvær vikur og hófst fjörið 11. júní og stóð það til 19. júlí. Á tímabili 1 voru 47 börn skráð, tímabili 2 voru 38 börn skráð og á tímbili 3 28 börn. Tveir starfsmenn störfuðu fyrir hádegi en þrír eftir hádegi. Að auki voru krakkar úr vinnuskólanum til aðstoðar. Dagskráin var fjölbreytt og var Sumarfjörið í samstarfi við fyrirtæki, söfn og íþrótta- og tómstundafélög. Samstarfið við alla aðila gekk vel og eru þeim færðar þakkir fyrir.

     

4.

Dagvistun í heimahúsum-viðhorfskönnun - 201105032

 

Fræðslufulltrúi fór yfir niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal foreldra sem nýttu þjónustu dagforeldra árið 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Könnunin var send út á rafrænu formi til foreldra 35 barna sem nýttu þjónustu dagforeldra og svöruðu 25 foreldrar könnuninni eða um 71% Spurt var um ánægju foreldra með þjónustu dagforeldris, aðstöðu og líðan barns. Niðurstöður sýndu að foreldrar eru afar ánægðir með þjónustu dagforeldra í Eyjum.

     

5.

Dagvistun í heimahúsum - mismunagreiðslur - 201711083

 

Umræður um áframhald á mismunagreiðslu til dagforeldra fyrir ónýtt pláss skv. ákvörðun 307., 311. og 316. funda fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið ræddi stöðu þjónustu dagforeldra og samþykkti að reglur sem samþykktar voru á 307. fundi til 31. desember 2018, framlengdar til 31. maí 2019 á 311. fundi og aftur til 30. september á 316. fundi verði framlengdar til 31. desember 2019. Ekki er þörf á auka fjárveitingu vegna þessa. Ráðið felur framkvæmdastjóra að koma með tillögu að úrlausn fyrir framhaldið inná næsta fund ráðsins. Jafnframt skal leggja fyrir næsta fund hvernig útfærsla á fyrirkomulagi dagforeldra er í öðrum sveitarfélögum.

     

6.

Siðareglur kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar - 201505010

 

Kynning á siðareglum kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar

   
 

Niðurstaða

 

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram til kynningar fyrir fulltrúa í fræðsluráði.

     

 

                                    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:09

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159