19.08.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 310

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 310. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 19. ágúst 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll. - 201903016
Skipulagsgögn lögð fram til kynningar á vinnslustigi. Skipulagstillagan eru unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ. Skipulagið er fyrir fyrsta áfanga deiliskipulags á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll. Skipulagslýsing var auglýst og kynnt fyrir umsagnaraðilum á tímabilinu 1/4 til 26/4 2019.
 
Niðurstaða
Lagt fram.
 
 
2. Breiðabliksvegur 1. Umsókn um byggingarleyfi - 201907021
Tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu. Ingibjörg Sigurjónsdóttir sækir um leyfi fyrir 2h. einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
3. Ofanleitisvegur 6. Umsókn um byggingarleyfi - 201907132
Margrét Birna Þórarinsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 6 í frístundahúsabyggð í Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
4. Brekkuhús. Fyrirspurn til Skipulagsráðs. - 201908029
Tekin fyrir tillaga lóðarhafa. Valur Andersen óskar eftir afstöðu ráðsins varðandi byggingu á einbýlishúsi þar sem Brekkuhús stendur í dag.
 
Niðurstaða
Erindi frestað og vísað til umsagnar hjá Minjastofnun Íslands.
 
 
5. Ofanleitisland. Umsókn um byggingarleyfi - smáhýsi - 201908034
Halldór Hjörleifsson og Erna Þórsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir fjórum smáhýsum í landi Ofanleitis í samræmi við innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
6. Gerðisbraut 7. Umsókn um lóð - 201907125
Garðar Heiðar Eyjólfsson og Arna Björk Guðjónsdóttir sækja um íbúðarhúsalóð nr. 7 við Gerðisbraut.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. mars 2020.
 
 
7. Ofanleitisvegur 12. Umsókn um lóð - 201907126
Guðrún Glódís Gunnarsdóttir sækir um lóð nr. 12 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. mars 2020.
 
 
8. Hásteinsvegur 18. Umsókn um stækkun lóðar - 201907107
Andri Þorleifsson sækir um stækkun lóðar til norðurs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:56
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159