23.07.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 237

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 237. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
23. júlí 2019 og hófst hann kl. 12:00
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. Flotbryggja á Skanssvæði - 201104033
Vegna aukins fjölda ferðaþjónustubáta er nauðsynlegt að koma fyrir flotbryggju í SA horni Básaskersbryggju og rætt um að nota flotbryggju sem er út á Skanssvæði. 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir aðfæra bryggju af Skanssvæði inn að Básaskersbryggju.
 
 
2. Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar - 201905175
Farið yfir þann mengunarvarnabúnað sem fyrir hendi er og hvort þörf sé á meiri búnaði sem og uppfærslu á mengunarvarnaáætlun. 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að funda með notendum hafnarinnar með það að markmiði að bæta umgengni og ásýnd hafnarinnar. Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
3. Breytingar á ferjulægi 2019 - 201906111
Eins og fram hefur komið þarf að gera breytingar á ferjulægi í Vestmannaeyjum vegna tilkomu nýs Herjólfs. Gera þarf breytingar á ekjubrú, landgöngurampi og fenderingum á bryggjum. Fram kom að unnið er að bráðabirgðaviðgerð á ferjubryggju svo hægt sé að hefja siglingar á nýjum Herjólfi. 
Niðurstaða
Ráðið leggur áherslu á að hratt verði unnið að framtíðarlausn á hafnarmannvirkjum fyrir nýja ferju og að sú vinna hefjist þegar í stað.
 
4. Framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar - 201907100
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar undanfarið og það sem framundan er.
 
5. Slökkvistöð 2019 - 201907099
Verið er að vinna að hönnun og útboðsgögnum vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar við Heiðarveg. Reiknað er með að hægt verði að bjóða út bygginguna þegar deiliskipulag liggur fyrir.
 
 
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159