22.07.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 309

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 309. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 22. júlí 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Heimaklettur. Raforkustöð. - 201810088
Ingólfur Gissurarson f.h. ISAVIA ohf. óskar eftir nýrri staðsetningu fyrir raforkustöð sbr. innsent bréf dags. 11.7.2019. Ráðið samþykkti þann 31.10.2018 staðsetningu fyrir stöðina á hnit A: E437063,628/N327829,619.
Isavina óskar nú eftir að staðsetja stöðina á flata sem er við topp Heimakletts, hnit T: E437059,910/N327827,583 og til vara á hnit B: E437040,107/N327810,317.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu og vísar til fyrri bókunar af fundi nr. 293
dags. 31.10.2018.
 
"Ráðið getur ekki samþykkt umbeðna staðsetningu á raforkustöð en heimilar tímabundið leyfi til 12 mánaða á eftirfarandi hnit E:437063,628 / N:327829,619, en sú staðsetning hefur engin sjónræn áhrif frá bænum.
Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti. Þá skal Isavia fjarlægja aflagðan rafmagnskapal og ganga betur frá röskuðu svæði við ljósamastur. Allur frágangur skal vera í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið."
 
 
2. Strembugata 19. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201907095
Jón Helgi Sveinsson sækir um leyfi fyrir stækkun á bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki nágranna aðliggjandi lóðar við bílgeymslu.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
3. Helgafellsbraut 5. Fyrirspurn um bílgeymslu - 201907098
Sigurjón Ingvarsson fh. Geldungs ehf. óskar eftir afstöðu ráðsins til stækkunar á lóð og nýjum byggingarreit fyrir bílgeymslu austan við byggingarlóð Geldungs Helgafellsbraut 5.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindi lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
4. Ofanleitisvegur 8. - 201901018
Birgir Nielsen Þórsson óskar eftir 3 mánaða frest til að skila inn byggingarleyfisumsókn á úthlutaða lóð í Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
5. Ofanleitisvegur 9. - 201901019
Anton Ingi Kristjánsson óskar eftir 3 mánaða frest til að skila inn byggingarleyfisumsókn á úthlutaða lóð í Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
6. Búhamar 90 - 201901064
Kristjana Margrét Harðardóttir óskar eftir 6 mánaða frest til að skila inn byggingarleyfisumsókn á úthlutaða lóð í Búhamri.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
7. Flatir 7 - Girðingar - 201907050
Þór Engilbertsson f.h. 2Þ ehf. sækir um leyfi fyrir að girða af athafnasvæði nyrst á iðnaðarlóð við Flatir 7 sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda Flötum 7.
 
Niðurstaða
Ráðið er jákvætt fyrir framkvæmdum en óskar eftir áliti frá samráðshópi um umferðarmál áður en ákvörðun er tekin.
 
 
8. Upplýsingaskilti á Flakkara - 201907092
Sigurvin Marinó Sigursteinsson sækir um leyfi fyrir upplýsingaskilti á Flakkaranum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins framgang erindis.
 
 
9. Skipasandur. Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluvagni - 201907096
Smári Stefánsson f.h. YEYO ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagni á Skipasandi dagana 1/8 til 4/8 nk.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir stöðuleyfi. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins framgang erindis.
 
 
10. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Bessahraun, Skólavegur, Vestmannabraut. - 201907094
FAxi ehf. f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja í Bessahrauni, Skólavegi og Vestmannabraut sbr. innsend gögn. Framkvæmdatími er áætlaður í viku 32 til 35.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
11. Göngustígar og gönguleiðir - 201907093
Tekin fyrir greinargerð vinnuhóps dags. 5.6.2019.
Í greinargerð er m.a. lagt til;
- að fara í markvissa uppbyggingu á gönguleiðinni frá Herjólfsdal með Hamrinum að útsýnispalli í Stórhöfða.
-að fullgera gönguleið með Sæfellinu austur fyrir flugbraut að Helgafelli og Eldfelli.
-að ráðast í markvissa uppbyggingu á gönguleiðinni upp Dalfjallið, yfir Eggjar að útivistarsvæði við Spröngu.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur undir tillögur starfshóps og felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna úr tillögunum og leggja fram við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159