Fjölskyldu- og tómstundaráð - 231
17. júlí 2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Dagskrá:
Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148 |
||
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók. |
||
Niðurstaða |
||
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. |
||
2. |
Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar - 200809002 |
|
Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Jafnréttisáætlun skal lögð fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. |
||
Niðurstaða |
||
Ráðið þakkar kynninguna á umræddum drögum og mun taka málið aftur fyrir í ágúst. |
||
3. |
Þjónustuíbúðir fyrir aldraða - 201610073 |
|
Uppfærðar reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða. |
||
Niðurstaða |
||
Fyrir liggja uppfærðar reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi breytingar. |
||
4. |
Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar - 200703210 |
|
Uppfærðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði Vestmannaeyjabæjar. |
||
Niðurstaða |
||
Fyrir liggja uppfærðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði Vestmannaeyjabæjar. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi breytingar. |
||
5. |
Leikvellir almennt - 201903032 |
|
Framkvæmdatjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fer yfir staðsetningu, fjölda og ástand leikvalla hjá Vestmannaeyjabæ. |
||
Niðurstaða |
||
Ráðið þakkar framkvæmdarstjóra fyrir kynninguna. Mikilvægt er að hafa nokkur lítil leiksvæði í bænum fyrir utan stóru leikskvæðin eins og skólalóðir, leikskólalóðir, Stakkó og Herjólfsdal. Ráðið telur mikilvægt að hafa leiksvæði dreifð um bæinn skv. aðalskipulagi og sinna viðhaldi á öllum leikvöllum vel. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að fylgja málinu eftir í samstarfi við umhverfis- og tæknisvið. |
||
6. |
Heilsuefling fyrir eldri borgara - 201811022 |
|
Kynning á stöðu heilsueflingar fyrir eldri borgara |
||
Niðurstaða |
||
Ráðið fagnar undirritun verkefnisins við Janus Heilsueflingu. Ráðið hvetur bæjarbúa 65 ára og eldri til þess að nýta sér verkefnið og mæta á kynningarfund sem haldinn verður á næstunni. Markmið verkefnisins er meðal annars að gera fólk hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Með markvissri þátttöku í þol- og styrktaræfingum auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti getur fólk spyrnt við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu sína og lífsgæði. |
||
7. |
Hvatning frá UNICEF um að sveitarfélög setji sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum - 201907001 |
|
Hvatning til sveitarfélaga að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum. |
||
Niðurstaða |
||
Ráðið þakkar Unicef fyrir hvatninguna en sveitarfélagið hefur þegar hafið vinnu við að uppfæra og samræma verklagsreglur. Jafnframt að setja upp heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu sem gilda fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Starfsmenn félagsþjónustu munu fylgja málinu eftir m.a. með kynningu og fræðslu. |
||
8. |
Hraunbúðir - 200811057 |
|
Staða fjárhagsáætlunar við 4ra mánaða uppgjör. |
||
Niðurstaða |
||
Ráðið þakkar kynninguna. |
||
9. |
Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð í Eyjum - 200707220 |
|
Bakvaktir barnaverndarnefndar á Þjóðhátíð 2019. |
||
Niðurstaða |
||
Barnaverndarbakvaktir verða, líkt og síðastliðin ár, starfræktar frá fimmtudagskvöldi til mánudagskvölds. Starfsmenn Fjölskyldu- og fræðslusviðs munu sinna bakvöktunum. Jafnframt samþykkir ráðið að semja við aðila um greiðslur fyrir að vera til taks til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum ef þörf krefur. |
||