16.07.2019

Bæjarráð - 3104

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3104. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

16. júlí 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Erindi frá Drífandi stéttarfélag - 201907047

 

Þar sem kjaraviðræður hafa dregist á langinn hafa aðilar sammælst um að þann 1. ágúst 2019 verði hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning er verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum hans. Undanskilin eingreiðslu eru Starfsgreinasambandið, Efling og Verkalýðsfélag Akraness en umrædd stéttarfélög hafa öll vísað kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara þar sem deilt er um lífeyrismál.

Drífandi stéttarfélag sendi Vestmannaeyjabæ þann 2. júlí sl. erindi þar sem farið er fram á að sveitarfélagið greiði starfsfólki sínu sem starfa eftir samningi Drífanda/SGS slíka eingreiðslu þann 1. ágúst nk. að upphæð kr. 105.000 m.v. fullt starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.

   
 

Niðurstaða

 

Samband Íslenskra Sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir hönd nær allra sveitarfélaganna í landinu sem felur í sér að sveitarfélögum er óheimilt að hafa hvers lags afskipti af kjarasamningsgerð. Enn fremur skuldbinda sveitarfélögin sig til þess að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim samningum sem sambandið gerir fyrir þeirra hönd.

Bæjarráð getur því ekki orðið við erindi Drífanda stéttarfélags þar sem samningsumboð sveitarfélagsins er hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.

Bæjarráð hvetur samningsaðila að ná saman um samninga hið fyrsta.


     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159