12.06.2019

Fræðsluráð - 318

 
 Fræðsluráð - 318. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

12. júní 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir 2. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs og Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Breyting á daglegri skólabyrjun GRV - 201906037

 

Kynning og umræður um breytingu á daglegri skólabyrjun GRV haustið 2019 en ákveðið hefur verið að skóladagurinn hefjist kl. 08:20 í stað 08:00.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð hefur fjallað um málið. Skólastjóri fer með stjórnun skólans, veitir faglega forustu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitastjórn. Skólastjóri hefur skólaráð sem samráðsvettvang um skólahald. Umrætt mál hefur verið rætt innan þess vettvangs og aðilar sammála og sátt með breytt fyrirkomulag. Ráðið setur sig ekki upp á móti þessari ákvörðun en beinir því til skólastjóra að gæta vel að upplýsingaflæði til foreldra og að það sé gert tímanlega við slíkar breytingar.

     

2.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     

 

 

 

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159