13.05.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 228

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 228. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

13. maí 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Sérstakur húsnæðisstuðningur - 201611108

 

Fyrir liggja uppfærðar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings, skv. 2. mrg. 45. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að fyrir hverjar 1.000 kr. sem hlutaðeigandi umsækjandi um sérstakan húsnæðisstuðning fær í húsnæðisbætur samkvæmt ákvörðun þar um fái hann greiddar 900 kr. í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjárhæð húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings samkvæmt ákvörðunum þar um er lögð saman og fæst með því heildarfjárhæð. Þak á þessa heildarfjárhæð er þannig að hún má mest nema 75% af húsnæðiskostnaði vegna viðkomandi íbúðarhúsnæðis.

     

4.

Hraunbúðir - 200811057

 

Upplýsingar um stöðu mála hjá Hraunbúðum

   
 

Niðurstaða

 

Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt beiðni um breytingu rekstrarheimilda dvalarrýma í hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum. Þörfum fyrir hjúkrunarrými hefur aukist í Vestmannaeyjum en minnkað fyrir dvalarrými. Tilkoma nýrra þjónustuíbúða á vegum Vestmannaeyjabæjar mun mæta þessum breytingum sem og efling heimaþjónustu. Ráðið fagnar þessum breytingum og felur framkvæmdastjóra og deildarstjóra öldrunarþjónustu áframhaldandi vinnu við eflingu öldrunarþjónustu.

     

5.

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum - 201903124

 

Breyting á skipuðum fulltrúa í starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið gerir breytingu á skipan í starfshóp þannig að í stað Styrmis Sigurðssonar kemur Elís Jónsson.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159