08.05.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 233

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 233. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
8. maí 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
  
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. Breyting á vaktakerfi hafnarvarða vegna breyttrar siglingaáætlunar Herjólfs - 201905060
Framkvæmdastjóri kynnti breytingar á vaktafyrirkomulagi hafnarvarða við Vestmannaeyjahöfn en breytingin er tilkomin vegna breyttrar siglingaáætlunar Herjólfs. Unnið hefur verið með starfsmönnum að því að finna heppilega lausn á mönnunarþörf Vestmannaeyjahafnar með tilliti til þeirrar þjónustu sem þarf að veita. Vaktir hefjast fyrr á morgnana og enda seinna á kvöldin í samræmi við áætlun Herjólfs. Einnig eru bakvaktir auknar með tilliti til aukinna umsvifa. Reiknað er með að nýtt fyrirkomulag muni taka gildi 15.maí nk.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
2. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin fellst á tillögu Vestmannaeyjabæjar að matsáætlun með athugasemdum sem fram koma í úrskurði Skipulagstofnunar.
 
 
3. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Farið yfir verkstöðu á Kirkjugerði en framkvæmdum er lokið nema á lóð norðan við en ætlunin er að klára það í þessum mánuði.
 
 
4. Foldahraun gatnagerð 2019 - 201903116
Fyrir liggur kostnaðaráætlun HS vélaverks vegna gatnagerðar í Foldahrauni 9-18 en hún hljóðar upp á kr.31.427.375.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að semja við verktaka á grunvelli tilboðs.
 
 
5. Hlíðarvegur/Spranga gatnagerð 2019 - 201905023
Fyrir liggja tilboð vegna gatnagerðar og fráveitu í Hlíðarveg vegna aðkomu að Spröngu.
Tvö tilboð bárust.
HS vélaverk kr. 14.063.920
Gröfuþjónusta Brinks kr. 12.525.784
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 13.346.000
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Brinks á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159