29.04.2019

Fræðsluráð - 316

 

 Fræðsluráð- 316. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir 2. varamaður, Rannveig Ísfjörð 2. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs og Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Dagvistun í heimahúsum - mismunagreiðslur - 201711083

 

Umræður um áframhald á mismunagreiðslu til dagforeldra fyrir ónýtt pláss skv. ákvörðun 307. og 311. funda fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið ræddi stöðu þjónustu dagforeldra og samþykkti að reglur sem samþykktar voru á 307. fundi til 31. desember 2018 og framlengdar til 31. maí 2019 á 311. fundi verði framlengdar aftur til 30. september 2019. Ekki er þörf á auka fjárveitingu vegna þessa.

     

2.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.


Ragnheiður Perla Hjaltadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

     

 

 

 

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159