09.04.2019

Fræðsluráð - 315

 
 Fræðsluráð - 315. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

9. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Rannveig Ísfjörð 2. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Lilja Björg Arngrímsdóttir.

  

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn eftir 2. mál

 

Dagskrá:

 

1.

Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers. - 201304035

 

Framhald af 1. máli 314. fundar fræðsluráðs 26. mars 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð samþykkir fyrirlagt skóladagatal skólaársins 2019-2020. Í skóladagatalinu er samþykkt breyting á sumarlokunum leikskóla en með henni er verið leggja til lokun á leikskóla í þrjár vikur í stað rúmlega fjögurra vikna. Sumarfrístími barna á leikskóla er samfellt fimm vikur í og í kringum þessar þrjár vikur. Fyrir liggur að breyting á sumarlokun leikskóla mun leiða til einhvers kostnaðarauka sem gera þarf ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2020. Ráðið telur vert að prófa þetta fyrirkomulag enda verið að koma til móts við óskir foreldra um meiri sveigjanleika.

     

2.

Heimagreiðslur - 201604034

 

Framhald af 4. máli 314. fundar fræðsluráðs 26. mars 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Í reglum Vestmannaeyjabæjar um heimgreiðslur er tiltekið að forráðamenn fá heimgreiðslur með barni frá 9 mánaða aldri og þar til samþykki fyrir niðurgreiðslum hjá dagforeldri liggur fyrir eða barn hefur fengið boð um vistun í leikskóla. Gerðar verða breytingar á reglunum sem taka gildi frá og með 1. maí 2019 þess efnis að börn skuli vera á biðlista eftir dagvistunarúrræði hjá skráðum dagforeldrum og á leikskóla til að heimgreiðslur séu samþykktar. Fái barn boð um vistun hjá dagforeldrum eða í leikskóla falla heimgreiðslur niður, hvort sem vistunarboð er þegið eða ekki.

     

3.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     
                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159