08.04.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 227

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Sólrún Gunnarsdóttir sat fundinn í 4. máli.

Gísli Stefánsson vék af fundi í máli 4 og Guðjón Rögnvaldsson sat málið í hans stað. Guðrún Jónsdóttir vék af fundi í 6. máli.

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2019 - 201901015

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir febrúar og mars 2019

   
 

Niðurstaða

 

Í febrúar og mars bárust samtals 10 tilkynningar vegna 10 barna. Mál allra barnanna var til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

     

3.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

4.

Úttekt á rekstri Hraunbúða - 201904058

 

Kynning á skýrslu vegna úttektar á rekstri Hraunbúða

   
 

Niðurstaða

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti skýrslu Nolta á rekstri Hraunbúða. Ráðið telur margt í skýrslunni til þess fallið að skoðað verði ítarlegar með tilliti til mögulegrar hagræðingar og þjónustuaukningar. Það eru tækifæri á lofti til þess að ráðast í ýmsar breytingar á grundvelli skýrslunnar. Ráðið gleðst yfir þeim niðurstöðum sem koma fram að hjúkrunarheimilið sé vel mannað og ljóst að slíkt sé forsenda þess að heimilismönnum líði vel sem eðli málsins samkvæmt er aðalatriði. Staðan í starfsmannamálum hefur batnað sérstaklega hvað varðar mönnun en mikilvægt er að með niðurstöðu skýrslunnar verði leitað allra leiða til að hagræða m.t.t. reksturs, auka starfsánægju og starfsaðstæður starfsfólks en umfram allt að gæði þjónustunnar við eldri borgara sé ávallt eins og best verði á kosið.

     

5.

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum - 201903124

 

Framhald 5. máli 226 fundar Fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 25.mars 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest vilja fjölskyldu- og tómstundaráðs að stofna starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Ráðið leggur til að Í starfshópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta, Hrefna Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson, fulltrúi minnihlutans, Ingólfur Jóhannesson, einn fulltrúi frá ÍBV Héraðssambandi, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs. Fulltrúi frá meirihluta stýrir hópnum. Tilgangur starfshópsins er að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum í Vestmannaeyjum næstu 10 ára. Lagt er til að íþróttafélög innan héraðssambands ÍBV verða kölluð inn hvert fyrir sig og beðin um að koma með þeirra framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag næstu árin, fyrir sitt félag. Fyrsta verkefni starfshópsins er að safna þessum upplýsingum, vinna úr þeim og eftir föngum kalla til þá aðila til sín sem þurfa þykir til að fá heildarsýn á verkefnið. Næsta verkefni starfshópsins er að setja saman þarfir/óskir félagana, sem þarf að meta, forgangsraða og kostnaðargreina. Lokaverkefni hópsins er að leggja fram tillögur fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð um forgangsröðun verkefna, tímasetja þau og kostnaðarmeta. Fjölskyldu- og tómstundaráð mun í framhaldinu vinna áfram með niðurstöður hópsins og leggja fyrir bæjarstjórn tillögu um framtíðarsýn til næstu 10 ára í íþróttamálum. Mælst er til að starfshópurinn verði tilbúin með niðurstöður fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð í október á þessu ári.

     

6.

Ungmennaráð Suðurlands - 201807105

 

Skipan í Ungmennaráð Suðurlands

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að tilnefna Daníel Hreggviðsson sem nefndarmanna í Ungmennaráði Suðurlands og Snorra Rúnarsson til vara. Þessar tilnefningar eru til ársins 2020.

     

                                      

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159