25.03.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 302

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 302. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 25. mars 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag í Áshamri. - 201901004
Að lokinni auglýsingu skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju skipulagstillaga í Áshamri. Tillagan gerir ráð fyrir rað-, par- og fjölbýlishúsalóðum á óbyggðu svæði innan íbúðarsvæðis ÍB-4. Skipulagssvæðið afmarkast af Goðahrauni í vestri, deiliskipulagsmörkum íþróttasvæðis, deiliskipulagsmörkum Bessahrauns 1-15 í austri og lóðamörkum Hamraskóla í norðri. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf.
Eitt bréf barst ráðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir tillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
 
Ráðið lýsir yfir ánægju með tillögu að deiliskipulagi fyrir Áshamarinn. Verið er að nýta svæðið vel og bjóða upp á fjölbreytileika í byggingum.
Ráðið þakkar íbúum fyrir áhuga á deiliskipulaginu. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara og framgang málsins.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting - Strandvegur 14A og 18. - 201901147
Að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga deiliskipulags á hafnarsvæði H-1. Tillagan gerir ráð breytingum á byggingarskilmálum reita nr. D1 og D3, lóðir Ísfélags Vestmannaeyja við Strandveg 14A og 18. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ - 201604099
Lögð fram tillaga af deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar. Tillagan eru unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og felur Skipulagsfulltrúa framgang skipulagsvinnunar í samráði við skipulagsráðgjafa Alta ehf.
 
 
4. Ofanleitisvegur 27. Umsókn um byggingarleyfi - atvinnuhúsnæði - 201902116
Tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu. Guðni Grímsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir 400fm iðnaðarhúsi sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
5. Kleifar 2. Umsókn um byggingarleyfi - klæðning. - 201903122
Þorsteinn Óli Sigurðsson f.h. Hafnareyrar ehf. sækir um leyfi fyrir endurbótum á frystiklefa Kleifum 2 sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
Ráðið minnir á að byggingarleyfið fyrir stækkun frystiklefa sem veitt var þann 14 júní 2016 var með fyrirvara um að gengið yrði að skilmálum Vestmannaeyjabæjar um umhverfissjónarmið svo sem ásýnd suðurveggjar sem enn er ófrágengið.
 
 
6. Búhamar 37. Umsókn um lóð - 201903123
Berglind Guðmundsdóttir og Ingimar Sveinn Andrésson sækja um lóð nr. 37 í Búhamri.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 25. sept. 2019. Ráðið bendir á að við hönnun húsa skal taka mið af þeim húsum sem fyrir eru í Búhamri.
 
 
7. Strandvegur 49. Umsókn um stöðuleyfi - gámur - 201903088
Hallgrímur S Rögnvaldsson fh. Canton ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóð fyrirtækisins við Strandveg 49, sótt er um stöðuleyfi tólf mánaða.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
8. Umhverfisstefna Vestmannaeyjabæjar - 201811049
Göngustígar og gönguleiðir - til umræðu
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að skipa vinnuhóp um gönguleiðir á Heimaey. Vinnuhópurinn hefur það hlutverk að taka út vinsælar gönguleiðir og koma með tillögur til úrbóta og meta þolmörk gönguleiða.
Vinnuhópinn skipa fulltrúar frá umhverfis-og skipulagsráði, áhugafólk um umhverfismál auk starfsmanna umhverfis- og framkvæmdasviðs. Einnig verður leitast eftir að fulltrúar ferðamálasamtaka Vestmannaeyja sitji í hópnum.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159