25.03.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 226

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 226. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

25. mars 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Skýrsla til Barnaverndarstofu fyrir árið 2018 - 201903125

 

Samantekt úr ársskýrslu til Barnaverndarstofu fyrir árið 2018

   
 

Niðurstaða

 

Yfirfélagsráðgjafi gerði grein fyrir samantekt um barnaverndarmál á árinu 2018 og samanburði við undanfarin ár. Nokkuð færri mál voru til vinnslu á árinu en árið á undan en unnið er að málefnum um 70-80 barna að meðaltali á ári.
Langflest stuðningsúrræði barnaverndar eru unnin inni á heimilum barnanna og kemur fram að öflugur stuðningur er veittur í nærumhverfi fjölskyldna í þessum málum. Ráðið þakkar kynninguna.

     

4.

Skýrslur félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar til Hagstofu Íslands - 200806037

 

Samantekt um fjárhagsaðstoð árið 2018

   
 

Niðurstaða

 

Yfirfélagsráðgjafi gerði grein fyrir samantekt um fjárhagsaðstoð ársins 2018 ásamt samanburði við fyrri ár. M.a. kemur fram að fjárhagsaðstoð hefur verið nokkuð stöðug undanfarin þrjú ár eða í kringum 70 fjölskyldur á ársgrundvelli og heildarupphæð greiddrar fjárhagsaðstoðar hefur einnig lítið breyst. Langflestir fá aðstoð einu sinni til tvisvar á árinu og flestir þeirra sem fá aðstoð eiga við veikindi að stríða og og eru því ekki á vinnumarkaði. Ráðið þakkar kynninguna.

     

5.

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum - 201903124

 

Í tengslum við 9. mál 3095. fundar Bæjarráðs Vestmannaeyja

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð leggur til að stofnaður verði starfshópur, með aðkomu ÍBV héraðssambands, sem kemur að framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum. Ráðið vísar framhald málsins til næsta fundar.

     

6.

Forathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd - 201903106

 

Erindi frá Útlendingastofnun.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er hægt að uppfylla öll skilyrði þjónustusamnings.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:24

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159