11.03.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 301

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 301. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 11. mars 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll. - 201903016
Tekin fyrir lýsing deiliskipulags á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll. Í lýsingunni koma fram skipulagsáherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu aðalskipulags og fyrirhugað skipulagsferli.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að kynna og senda skipulagslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og annara umsagnaraðila með vísan til 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Ofanleitisvegur. Breytt deiliskipulag. - 201812038
Að lokinni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga deiliskipulags. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á byggingarskilmálum lóðar nr. 26. Á lóðinni er bætt við byggingarreit fyrir 50 fm. þjónustuhús og átta 11 fm. byggingarreitum fyrir smáhýsi.
Eitt bréf barst ráðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir skipulagsbreytingar.
Ráðið hafnar athugasemdum sem bárust og felur Skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. Hleðslulausn fyrir rafmagnsferju - 201810200
Að lokinni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga deiliskipulags. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit og aðstöðu varðandi hleðslubúnað fyrir nýja Vestmannaeyjaferju við Básaskersbryggju.
Eitt bréf barst ráðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir skipulagsbreytingar og felur Skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
4. Strandvegur 26. Umsókn um byggingarleyfi - fjölbýlishús - 201903060
Magnús Sigurðsson fh. Steina og Olli-bygg.verkt ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun og endurbyggingu á gamla Ísfélagshúinu við Strandveg 26 sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
5. Helgafell. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging - 201903057
Stefán Jónsson sækir um leyfi fyrir breytingum og viðbyggingu við íbúðarhúsið Helgafell í Helgafelli sbr. innend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
6. Bárustígur 7. Umsókn um stækkun lóðar. - 201903056
Jóhann Ólafur Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um stækkun lóðar til norðurs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Ráðið telur mikilvægt að ekki verði fækkað bílastæðum í miðbænum. Ráðið felur byggingarfulltrúa og formanni Skipulagsráðs að ræða við eigendur.
 
 
7. Strandvegur. Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósleiðari. - 201902151
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Strandvegi 16-26.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
8. Hólagata 28. Umsókn um stöðuleyfi - gámar. - 201902152
Friðrik Egilsson fh. lóðarhafa sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur gámum á lóð fyrirtækisins við Hólagötu 28, sótt er um stöðuleyfi til tveggja mánaða.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
9. Foldahraun 38. Breytt notkun. - 201903015
Ingibjörg Ósk Marinósdóttir sækir um leyfi til að staðsetja naglastofu í afmörkuðu rými íbúðar að Foldahrauni 38G sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki húsfélags Foldahrauni 38.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159