06.03.2019

Almannavarnanefnd - 1901

 
Almannavarnanefnd - 1901. fundur
Almannavarnanefndar
haldinn í stjórnstöð almannavarnarnefndar við Faxastíg,
6. mars 2019 og hófst hann kl. 13:00
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir formaður, Íris Róbertsdóttir varaformaður, Ólafur Þór Snorrason aðalmaður, Arnór Arnórsson aðalmaður, Adolf Hafsteinn Þórsson aðalmaður, Friðrik Páll Arnfinnsson aðalmaður, Jóhannes Ólafsson embættismaður, Hafsteinn Þorsteinsson, Arndís Bára Ingimarsdóttir, Tryggvi Kr. Ólafsson, Angantýr Einarsson, Þórunn Hafstein og Kristín Vogfjörð..
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
 
Dagskrá:
 
1. Kynning á starfsemi Þjóðaröryggisráðs - 201903066
Þórunn Hafstein, ritari Þjóðaröryggisráðs kynnti starfsemi og eðli Þjóðaröryggisráðs og samskipti við aðrar stjórnvaldseiningar eins og t.d. almannavarnanefndir.
 
Niðurstaða
Almannavarnanefnd þakkar kynninguna.
 
 
2. Jarðskjálftamælar og GPS mælingar á fjöllum - 201704072
Kristín Vogfjörð sérfræðingur á Veðurstofu Íslands greindi frá jarðskjálftamælingum við Vestmannaeyjar og nágrenni. Einnig fór hún yfir hugsanlega mælingarstaði sem gætu varpað betra ljósi á þær mælingar sem nú þegar eru í gangi.
 
Niðurstaða
Nefndin þakkar kynninguna og ítrekar nauðsyn þess að jarðskjálftamælingar við Vestmannaeyjar séu fullnægjandi á hverjum tíma.
 
 
3. Öryggismál Vestmannaeyjaflugvallar - 201801006
Rætt um stöðu öryggismála á Vestmannaeyjaflugvelli og nauðsyn þess að hindrunarljós á Heimakletti verði löguð sem fyrst.
 
 
4. Eldgosavá í Kötlu - 201611083
Rætt um gerð viðbragðsáætlunar vegna Kötlugoss með tilliti til flóðahættu. Fram kom að Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur samþykkt að vinna áhættumat og að flóðamat verði unnið í samráði við Veðurstofu Íslands.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159