05.03.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 230

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 230. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
5. mars 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Guðlaugur Friðþórsson varaformaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Fyrir lágu athugasemdir og ábendingar sem bárust á umsagnartíma við tillögu að matsáætlun. Alls bárust athugasemdir frá 3 aðilum; Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.
Tekið hefur verið tillit til athugasemda og ábendinga í tillögu að matsáætlun.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar þeim aðilum sem sendu athugasemdir og ábendingar.
Ráðið samþykkir breytta tillögu að matsáætlun.
 
 
2. Blátindur VE 21 - 200703124
M.B. Blátindur losnaði úr stæði sínu á Skanssvæði í mikilli brælu fimmtudagskvöldið 21.feb. sl. Framkvæmdastjóri kynnti áætlun um að koma honum að sinn stað og reyna að tryggja að slíkt gerist ekki aftur, en áætlað er að vinna þetta á næsta stórstraumsflóði 7.og 8. mars nk.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og fagnar því að málið sé í farvegi.
 
 
3. Sláttuvél á íþróttavelli - 201903012
Fyrir liggur að endurnýja þarf sláttuvél fyrir knattspyrnuvelli bæjarins. Kostnaður er allt að 8 milljónir króna en ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun ársins 2019.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að óska eftir við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting að upphæð 8 milljónir króna til kaupa á sláttuvél fyrir knattspyrnuvelli sveitarfélagsins, en ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2019.
Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
4. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð nr.9 frá 28.febrúar 2019.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159