05.03.2019

Fræðsluráð - 313

 
 Fræðsluráð - 313. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

5. mars 2019 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Rannveig Ísfjörð 2. varamaður, Nataliya Ginzhul 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Fulltrúar D lista óska eftir að taka inn með afbrigðum mál 201810073 frá 312. fundi fræðsluráðs.

Tillagan felld með 2 atkvæðum meirihluta H lista gegn 2 atkvæðum minnihluta D lista. Fulltrúi E lista sat hjá.

 

Bókun D lista:

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði harma þau vinnubrögð sem meirihlutinn hefur uppi í máli þessu. Það hlýtur að vera einsdæmi að bókað sé í fagráði að máli sé frestað og verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins en í millitíðinni taki meirihluti bæjarstjórnar fram fyrir hendurnar á fagráði og klári málið á bæjarstjórnarfundi. Vekur það upp spurningar um vægi og valdheimildir fagráða hjá sveitarfélaginu. Fulltrúar D-lista lýsa yfir vonbrigðum með að enn og aftur sé stjórnsýslu verulega ábótavant hjá sveitarfélaginu og krefjast þess að vinnubrögð meirihlutans verði vandaðri hér eftir."

Ingólfur Jóhannesson (sign.)

Silja Rós Guðjónsdóttir (sign.)

 

Dagskrá:

 

1.

Ábendingar frá íbúafundi haldinn 5. febrúar 2019 - 201902111

 

Farið yfir þær ábendingar sem fram komu á íbúafundi, sem haldinn var í Eldheimum 5. febrúar sl., og varða málefni fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð þakkar þær ábendingar sem komu fram á íbúafundinum er varða málefni ráðsins. Ráðið mun hafa þær til hliðsjónar í vinnu sinni.

     

2.

Fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins haldinn 15. febrúar 2019 - 201902113

 

Niðurstöður bæjarstjórnarfundar unga fólksins haldinn 15. febrúar 2019. Fjallað um 5. mál frá þeim fundi en það varðar málaflokk fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð þakkar bæjarstjórn unga fólksins fyrir sitt framlag til bæjarmála í Vestmannaeyjum. Fræðsluráð fór yfir 5. mál er varðar málaflokk þess. Ráðið þakkar þær ábendingar sem komu fram og beinir því til skólastjóra GRV sem er með fjármagn til húsgagnakaupa að taka málið til íhugunar.

     

3.

Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers. - 201304035

 

Drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2019-2020.

   
 

Niðurstaða

 

Drög að sameiginlegu skóladagatali GRV, leikskóla og Frístundavers fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til kynningar. Ráðið mun taka afstöðu til þess á næsta fundi.

     

4.

Grunnskóli Vestmannaeyja. Úthlutun kennslustunda til skólastarfs - 200805104

 

Úthlutun kennslustunda til skólastarfs veturinn 2019-2020.

   
 

Niðurstaða

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur fram tillögu um úthlutun kennslustunda skólaárið 2019 - 2020. Í tillögu framkvæmdastjóra kom fram að áætlaður fjöldi nemenda skólaárið 2019 - 2020 verði 526 í 29 bekkjardeildum. Meðaltal í bekk er áætlað 18,1 nemendur. Heildarfjöldi kennslustunda til ráðstöfunar fyrir skólastjóra verður 1249. Innifalið í þessum 1249 kennslustundum á viku eru 1028,7 til almennra kennslustunda (þar af 20 í tónlistarkennslu), 131,5 kennslustundir í sérkennslu, 23 kennslustundir í íslensku sem annað mál, 26 kennslustundir sem viðbótarúthlutun vegna verkefna sem skólastjóri ákveður og 40 kennslustundir vegna teymiskennslu á miðstigi. Samtals gera þetta 48,6 stöðugildi kennara. Að auki hefur skólastjóri 53,4 klst á viku til bókasafnsstarfa og 26 klst á viku í gæslu vegna frímínúta- og hádegishlés.
Aðrar forsendur útreikninga á fjárhagsáætlun ganga út frá að önnur stöðugildi en kennara séu 27,2 þar af eru; 6 stg stjórnenda, 1 stg námsráðgjafa,1,5 stg þroskaþjálfa, 15 stg skólaliða, 1,7 stg ritara og 2 stg húsvarða. Að auki eru stöðugildi stuðningsfulltrúa sem hafa verið 12 stg undanfarin ár. Með tilliti til þess að teymiskennsla kemur inn á miðstigi sem hefur í för með sér aukningu á úthlutuðum kennslustundum, sbr. samþykkt á 311. fundi fræðsluráðs, má ætla að stöðugildum stuðningsfulltrúa fækki.
Fræðsluráð samþykkir umrædda tillögu.

     

5.

Stoðþjónusta, verkferlar og eyðublöð - 201903018

 

Nýir verkferlar stoðþjónustu vegna leik- og grunnskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðslufulltrúi kynnti nýja verkferla stoðþjónustunnar. Þróaðir hafa verið verkferlar varðandi sérkennslu, stuðning og aðkomu stoðþjónustu vegna leik- og grunnskólabarna. Lögð er áhersla á að áður en máli er vísað til skólaþjónustu skal ganga úr skugga um að skóli hafi þegar brugðist við vanda barnsins eftir markvissri áætlun um stuðning. Sé máli barns vísað til skólaþjónustunnar fer þverfaglegt teymi sérfræðinga yfir málin skv. verkferlum og vinnur að máli barns í samvinnu við skóla og foreldra.
Ráðið þakkar kynninguna.

     

6.

Leikskólamál. - 201104071

 

Staða biðlista og inntaka barna á leikskólana.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu biðlista á leikskóla og áætlun um inntöku barna að vori/hausti. Eins og staðan er í dag er stefnt að því að börn sem fædd eru í janúar til ágúst 2018 fái vistunarboð. Fræðsluráð fagnar þeirri rúmri stöðu sem komin er upp á leikskólum bæjarins.

     

7.

Gjaldskrá leikskóla - 201807086

 

Umræður um gjaldskrá leikskólanna.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti að afsláttur forgangshópa (einstæðra og þar sem báðir foreldrar eru í ekki lánshæfu námi) verði hækkaður úr 30% í 40% frá 1. maí 2019. Samkvæmt útreikningum framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs er kostnaðurinn af slíkum breytingum um 500-600 þúsund sem er óverulegt hlutfall af rekstri leikskólamála.

     
                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:57

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159