26.02.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 300

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 300. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 26. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Bárustígur 11. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging. - 201901082
Að lokinni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga deiliskipulags. Sigurður Friðrik Gíslason f.h. S.B. Heilsu ehf. sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við veitingastaðinn GOTT Bárustig 11. sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.
Fyrir liggur samþykki eigenda fasteignar F2182624.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingartillögu skipulags og byggingarleyfisumsókn.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Brimhólabraut 40. Umsókn um byggingarleyfi. - 201901072
Að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa. Friðrik Örn Sæbjörnsson og Jóhanna Birgisdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 40 við Brimhólabraut sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
3. Vestmannabraut 56B. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201810164
Að lokinni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga deiliskipulags. Jón Ólafur Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Tvö bréf með athugasemdum bárust ráðinu á kynningartíma.
 
Niðurstaða
Ráðið telur að stærð á bílageymslu uppfylli ekki skilyrði deiliskipulags miðbæjarsvæðis fyrir svæði G 3.20 (Reglubraut) og getur því ekki orðið við erindi lóðarhafa Vestmannabrautar 56B.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
4. Ofanleitisvegur 27. Umsókn um byggingarleyfi - atvinnuhúsnæði - 201902116
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Ofanleitisvegi 27. Guðni Grímsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir 400fm iðnaðarhús sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að senda innsend gögn til grenndarkynningar sbr. ákvæði 44. gr. Skipulagslaga.
 
 
5. Heimagata 22. Fyrirspurn vegna lóðar. - 201901040
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa um skipulag lóðar.
 
Niðurstaða
Ráðið er hlynnt erindinu og felur Skipulagsfulltrúa framgang málsins.
 
 
6. Breiðabliksvegur 1. Umsókn um lóð - 201902104
Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Sigþór Einarsson sækja um lóð nr. 1 við Breiðabliksveg.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. umsókn. Ráðið felur Skipulagsfulltrúa framgang málsins.
 
 
7. Ásavegur 32A. Ný aðkeyrsla. - 201902044
Ólafur Guðmundsson óskar eftir aðkomu frá Búastaðabraut að baklóð sinni við Ásaveg 32A sbr. innsent bréf.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
 
8. Strembugata 19. Fyrirspurn - stækkun bílgeymslu. - 201902059
Jón Helgi Sveinsson óskar eftir afstöðu ráðsins til stækkunar á bílgeymslu og lóð sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki nágranna Strembugötu 17.
 
Niðurstaða
Ráðið er hlynnt erindinu og felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
 
9. Búhamar 39. Umsókn um stækkun lóðar. - 201902106
Anna Sigrid Karlsdóttir og Guðjón Þorkell Pálsson sækja um 1m. stækkun á lóð til austurs sbr. innsent bréf.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
 
10. Skólavegur 37. Umsókn um byggingarleyfi - gluggar - 201902107
Óskar Pétur Friðriksson sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 20.2.2019.
 
 
11. Þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2018 - 201902006
Lagt fram minnisblað frá opnum íbúafundi sem haldinn var þann 12. feb. sl.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir þær ábendingar sem komu fram á íbúafundinum og varða málefni ráðsins.
 
 
12. Umhverfisstefna Vestmannaeyjabæjar - 201811049
Lögð fram fyrsta fundargerð vinnuhóps.
 
Niðurstaða
Ráðið telur jákvætt að vinna við Umhverfisstefnu Vestmannaeyjabæjar sé hafin. Umhverfismál koma öllum við og snertir á flestum málaflokkum. Vinna við Umhverfisstefnu Vestmannaeyjabæjar mun verða unnin í samvinnu við íbúa í formi íbúafunda og ábendinga á sérstakt netfang. Mikilvægt er að vita hvert stefnt sé í umhverfismálum og að stefnunni verði fylgt eftir.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159