25.02.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 224

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 224. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

25. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

  

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2019 - 201901015

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir janúar 2019

   
 

Niðurstaða

 

Í janúar bárust 4 tilkynningar vegna 4 barna.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Ábendingar frá íbúafundi haldinn 5. febrúar 2019 - 201902111

 

Farið yfir þær ábendingar sem fram komu á íbúafundi sem haldinn var í Eldheimum 5. febrúar sl og varða málefni fjölskyldu- og tómstundaráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar þær ábendingar sem komu fram á íbúafundinum og varða málefni ráðsins.

     

4.

Fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins haldinn 15. febrúar 2019 - 201902113

 

Niðurstöður bæjarstjórnarfundar unga fólksins haldinn 15. febrúar 2019. Fjallað um mál 2 - 4 sem varða málaflokka fjölskyldu- og tómstundaráðs

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar Bæjarstjórn unga fólksins fyrir sitt framlag í bæjarmálum í Vestmannaeyjum. Fjölskyldu- og tómstundaráð fór yfir mál 2 - 4 er varða málaflokk þess. Ráðið þakkar þær ábendingar sem koma fram og mun taka þær til íhugunar.

     

5.

Notendaráð fatlaðs fólks - 201902110

 

Kynning og umræða um notendaráð fatlaðs fólks skv. 42. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna. Stefnt er að því að stofna notendaráð fatlaðs fólks á næstunni og felur ráðið framkvæmdastjóra sviðs að vinna að undirbúningi þess.

     

6.

Húsnæðismál fatlaðs fólks - 201701065

 

Framkvæmdastjóri kynnir stöðuna í húsnæðismálum fatlaðs fólks

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna. Ráðið fagnar því að nú styttist í að framkvæmdir við nýjar þjónustuíbúðir fari að hefjast. Ráðið fagnar því einnig að með tilkomu nýs þjónustukjarna fjölgi íbúðum þess ásamt því að almennum íbúðum fyrir fatlaða og öryrkja muni fjölga.

     
                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159