19.02.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 229

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 229. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
19. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
  
Dagskrá:
 
1. Sorphirða og sorpeyðing - 201410041
Formaður ráðsins greinir frá samskiptum við Kubb ehf, viðræðum um gjaldskrá og efndir samninga. Fram kom í máli formanns að 5% vísitöluhækkun á gjaldskrá sem koma átti til framkvæmda 1.janúar sl. hefur ekki komið til framkvæmda. Unnið verður áfram að endurskoðun samnings m.a með það að markmiði að lækka gjaldskránna.
 
2. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Þann 15.febrúar sl. rann út frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum við tillögu að matsáætlun vegna móttöku- brennslu- og orkunýtingarstöðvar í Vestmannaeyjum. Ein ábending barst innan uppgefins frests. Fram kom máli framkvæmdastjóra að einn aðili hefði óskað eftir fresti til að skila umsögn til 25.febrúar nk.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita frest til 25. febrúar 2019.
 
3. framkvæmdir í Fiskiðjunni - 201902086
Farið var í skoðunarferð um hvala- og fiskasafn sem er í byggingu í Fiskiðjunni. 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159