12.02.2019

Bæjarráð - 3092

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3092. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

12. febrúar 2019 og hófst hann kl. 11:30

 

 

Fundinn sátu:

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Umræða um samgöngumál - 201212068

 

Bæjarráð kom saman til þess að ræða stöðuna sem upp er komin varðandi dýpkun í Landeyjarhöfn.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin hjá Vegagerðinni og varðar dýpkun í Landeyjarhöfn. Svo virðist sem erfitt verði fyrir Vegagerðina að efna þau fyrirheit sem gefin voru um dýpkunina í höfninni í febrúar. Öllum tilboðum sem bárust um framkvæmdina var hafnað fyrir þó nokkru síðan, en ekki er enn búið að finna lausn á því hvernig staðið verði að dýpkuninni. Það er hverjum manni ljóst að ljúka þarf dýpkun Landeyjarhafnar áður en siglingar á nýrri ferju hefjast milli lands og Eyja í mars næstkomandi. Bæjarráð ítrekar að fundin verði lausn á þessu í samráði við tiltæka aðila um að dýpkanir verði hafnar eins skjótt og auðið er. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að Vegagerðin hefji undirbúning að dýpkun fyrir næsta vetur, á tímabilinu 15. nóvember til 1. mars, sem núverandi samningur um dýpkun nær ekki yfir. Verði það gert tímanlega þannig að óvissu um dýpkun næsta vetur verði eytt og þessi staða endurtaki sig ekki að ári liðnu.

     

 

 

 

 

                                                                                            

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159