11.02.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 299

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 299. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 11. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Ægisgata 2. Umsókn um byggingarleyfi - 201902042
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingar á útliti. Bragi Magnússon fh. The Beluga Building Company ehf. sækir um leyfi fyrir 48 fm geymslurými á jarðhæð og breytingu á gluggum austuhliðar, 2 hæð. Þá er sótt um leyfi fyrir merkingum á fyrstu hæð sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
2. Kleifahraun 5a-b. Umsókn um byggingarleyfi - 201902011
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 5 í Kleifahrauni sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
3. Kleifahraun 7a-b. Umsókn um byggingarleyfi - 201902012
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 7 í Kleifahrauni sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
4. Skólavegur 3 og 7. Umsókn um lóðarbreytingar. - 201902013
Páll Zóphóníasson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að breyta lóðarmörkum milli lóða og niðurrifi á bílgeymslu á lóð nr. 3 við Skólaveg.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
5. Ofanleitisvegur 7. Fyrirspurn varðar byggingarskilmála lóðar. - 201901100
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa. Baldur Þór Bragason óskar eftir heimild til að byggja 100 fm. sumarhús að grunnfleti.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Hámarksstærð húsa er 80 fm að grunnfleti skv. deiliskipulagi frístundabyggðar.
 
 
6. Hásteinsvegur. Fyrirspurn vegna lóðar. - 201901068
Fyrirspurn tekin fyrir að nýju. Helgi Rasmussen Tórshamar óskar eftir afstöðu ráðsins til byggingar einbýlishúss á baklóð milli Hásteinsvegar 20 og Faxastígs 15 sbr. innsent bréf.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 11. ágúst 2019.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159