29.01.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 298

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 298. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 29. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Gjaldskrár Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 - 201812059
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fyrir ráðið gjaldskrá fyrir skipulagsmál, byggingarmál og tengd þjónustugjöld og gjaldskrá gatnagerðargjalda.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir hækkanir í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar, að öðru leiti skulu gjaldskrár vera óbreyttar.
 
 
2. Skipulagsvefsjá Vestmannaeyjabæjar - 201901006
Skipulags- og byggingafulltrúi kynnti Skipulagsvefsjá Vestmannaeyjabæjar.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir kynninguna.
 
 
3. Skipulagsmál. Áherslur í deiliskipulagsgerð 2019. - 201901071
Umræður um helstu viðfangsefni og áherslur í skipulagsgerð fyrir árið 2019.
 
Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning við vinnslu deiliskipulags á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll.
 
 
4. Deiliskipulag í Áshamri. - 201901004
Tekin fyrir tillaga af deiliskipulagi í Áshamri. Tillagan gerir ráð fyrir rað-, par- og fjölbýlishúsalóðum á óbyggðu svæði innan íbúðarsvæðis ÍB-4. Skipulagssvæðið afmarkast af Goðahrauni í vestri, deiliskipulagsmörkum íþróttasvæðis, deiliskipulagsmörkum Bessahrauns 1-15 í austri og lóðamörkum Hamraskóla í norðri. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
5. Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting - Strandvegur 14A og 18. - 201901147
Tekin fyrir breytingartillaga deiliskipulags á hafnarsvæði H-1. Tillagan gerir ráð breytingum á byggingarskilmálum reita nr. D1 og D3, lóðir Ísfélags Vestmannaeyja við Strandveg 14A og 18. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
6. Ofanleitisvegur. Breytt deiliskipulag. - 201812038
Tekin fyrir breytingartillaga deiliskipulags frístundarbyggðar í Ofanleiti, svæði F-1. Tillagan gerir ráð breytingum á byggingarskilmálum lóðar nr. 26. Á lóðinni er bætt við byggingarreit fyrir 50 fm. þjónustuhús og átta 11 fm. byggingarreitum fyrir smáhýsi.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159