08.01.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 227

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 227. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
8. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Geir Zöega sat fundinn undir 1.máli
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 2.máli
Guðlaugur Friðþórsson vék af fundi í 3.máli
 
Dagskrá:
 
1. Sorphirða og sorpeyðing - 201410041
Geir Zöega stjórnarformaður Kubbs ehf mætti á fundinn og fór yfir stöðuna í sorphirðu og sorpeyðingu. Fram kom að röskun hefur verið á sorphirðu í desember en áætlanir gera ráð fyrir að regla verði komin á sorphirðu í vikunni 13.-18. janúar.
  
Niðurstaða
Ráðið vill árétta að mikilvægt er að þjónusta sem þessi sé í lagi á öllum tímum og felur framkvæmdastjóra að hafa eftirlit með og fylgja því eftir að unnið sé í samræmi við samning.
 
 
2. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Fyrir liggja drög að tillögu að matsáætlun vegna umhverfismats sorpbrennslu en áætlað er að leggja fram tillöguna nú í janúar. Þegar tillagan hefur verið afgreidd þarf að vinna frummatsskýrslu sem fer til auglýsingar.
  
Niðurstaða
Ráðið lýsir yfir miklum vonbrigðum með að tafir hafi orðið á vinnu við tillöguna. Ráðið leggur áherslu á að hraða vinnu við frummatsskýrsluna og óskar eftir kynningu frá ráðgjafa á næsta fundi ráðsins.
Ljóst er að vinna við mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu er mjög tímafrek og mun tefja þær áætlanir sem Vestmannaeyjabær hafði um byggingu sorporkustöðvar.
 
 
3. Strandvegur 14A. Breytt deiliskipulag. - 201812034
Tekið fyrir að nýju erindi frá Björgvin Björgvinssyni f.h. Ísfélags Vestmannaeyja þar sem óskað er eftir breytingu á deilskipulagi við Strandveg 14 en endurnýjuð gögn hafa borist í málinu.
 
Niðurstaða
Ráðið leggur til breytingu á tillögu og felur framkvæmdstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum. Að því gefnu gerir ráðið ekki aðrar athugasemdir við tillöguna og vísar henni til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
 
4. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggur verkfundagerð nr.23 frá 17.des. 2018
  
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
5. Dalhraun 1 viðbygging, 2. verkhluti - 201808012
Fyrir liggur verkfundagerð nr.11 frá 17 des. 2018
  
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.03
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159