18.12.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 226

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 226. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
18. desember 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Friðrik Páll Arnfinnsson sat fundinn undir 1.máli.
Guðlaugur Friðþórsson vék af fundi í 3.máli.
 
Dagskrá:
 
1. Eldvarnabandalagið - 201812008
Friðrik Páll Arnfinnsson fór yfir stöðuna í forvarnarverkefni Vestmannaeyjabæjar og Eldvarnabandalagsins.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með þetta framtak sem hefur skilað sér í betri forvörnum í stofnunum sveitarfélagsins.
 
 
2. Hleðslulausn fyrir rafmagnsferju - 201810200
Greipur Gísli Sigurðsson fh. Vegagerðarinnar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir nýja Vestmannaeyjaferju við Básaskersbryggju skv meðfylgjandi gögnum.
HS VEITUR munu leggja háspennustreng að búnaðinum og sækja um þann hluta en Vegagerðin setur upp annarsvegar spennahús og hleðsluturn á bryggjuna og sér um rafmagnstengingar á milli spennahúss
og hleðslustöðvar.
 
Niðurstaða
Ráðið er hlynnt erindinu og vísar því til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
3. Strandvegur 14A. Breytt deiliskipulag. - 201812034 
Björgvin Björgvinsson f.h. Ísfélags Vestmannaeyja óskar eftir breytingu á deilskipulagi við Strandveg 14 og breytingu á athafnasvæði.
Erindi vísað til umsagnar frá Umhverfis- og skipulagsráði.
 
Niðurstaða
Ráðið er sammála þvi að nauðsynlegt sé að skilgreina athafnasvæði Ísfélagsins og óskar eftir málsettri afstöðumynd og nánari útlistum á hugmyndum Ísfélags varðandi lokanir á athafnasvæði. Ráðið varar við að athafnasvæði við hafnarkanta sé skert og takmarki þannig starfsemi hafnarinnar.
Varðandi lengingu á hafnarkanti til austurs skal bent á að sú framkvæmd mun verða tekin inn í vinnu við framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar.
 
4. Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2019 - 201812016
Lögð fram gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2019. Hækkun nemur að jafnaði 3,3% í samræmi við vísitöluhækkanir.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2019
  
5. Lýsing á Heimaklett - 201812050
Rætt um lagfæringu á lýsingu á Heimakletti.
 
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum að athuga með möguleika og kynna fyrir ráðinu þegar það liggur fyrir.
 
6. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggur verkfundagerð nr.22 frá 27.nóvember 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
  
7. Dalhraun 1 viðbygging, 2. verkhluti - 201808012
Fyrir liggur verkfundagerð nr.10 frá 27.nóvember 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
8. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð nr.6 frá 22.nóv.2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:07
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159