13.12.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 295

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 295. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 13. desember 2018 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Strandvegur 14A. Fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi. - 201812034
Lagt fram erindi Björgvins Björgvinssonar dags. 12. desember 2018 fh. lóðarhafa Strandvegi 14A þar sem ma. óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi á lóðinni sbr. innsend gögn.
 
1. Óskað er eftir að byggingareitur D1. sem ætlaður var undir 25m. háa mjöltanka norðan og vestan við fiskimjölsverksmiðju verði breytt í byggingarreit undir stækkun á hrognavinnslu og löndunaraðstöðu stærð 800m2 hámarkshæð 10m. og að hægt verði að koma fyrir 4. tönkum 8m. í þvermál og 10m. háum sem væru ætlaðir undir hráefni fyrir manneldisvinnslu og verði byggingareitur 450m2 undir tanka.
 
2. Að byggingarmagn verði aukið á svæði D3. fyrir viðbyggingu við núverandi mjölshús í 1300m2 og mesta hæð verði 10m. bæði fyrir eldra hús og nýbyggingu.
 
3. Athafnasvæði og lóðamörk Ísfélags verði ákveðin og skilgreind.
 
4. Að nýr viðlegukantur komi sbr. núverandi skipulag 70m. á lengd til löndunar uppsjávarfisks beint í verksmiðju og útskipunar á mjöli
 
Niðurstaða
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingartillögu á deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Ráðið vísar 3 og 4 lið erindis til Framkvæmda- og hafnarráðs.
 
 
2. Ofanleitisvegur. Breytt deiliskipulag. - 201812038
Tekið fyrir erindi lóðarhafa við Ofnaleitisveg. Páll Scheving Ingvarsson f.h. Friðarbóls ehf. óskar eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni sbr. innsent bréf.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð lítur jákvætt á erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingartillögu á deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
 
 
 
3. Stóragerði 4. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 201810042
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa.
Vignir Arnar Svafarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. innsend gögn. Húsið sem er um 290m2 er úr verksmiðjuframleiddum steypueingngum með flötu þaki. Nýtingarhlutfall er 0,40.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.
 
Niðurstaða
Svar við innsendu bréfi lóðarhafa Stóragerði 2.
Ráðið getur ekki tekið undir hugmyndir bréfritara um 2m tilfærslu á byggingarreit til suðurs. Byggingarreitur á lóð nr. 4 liggur við húsalínu götunar norðan við Stóragerði. Húsalína götunar er samfeld frá lóð nr. 2 að endalóð nr. 12. líkt og er sunnan götunar.
 
Ekki er hægt að fallast á rök ábendingar er varðar útsýnisskerðingu og bent er á að engin leið er að tryggja öllum íbúum bæjarins útsýni sem ávalt er huglægt hverjum og einum.
 
Ráðið vill árétta að hver sá sem fær útgefið byggingarleyfi þarf að uppfylla ákvæði Byggingarreglugerðar nr. 112/2012 þ.m.t. fallvarnir og frágangur lóða sem getið er um í kafla 7.2. Allar framkvæmdir við sameiginleg lóðarmörk eru háð samþykki beggja lóðarhafa, þetta atriði er tíundað í byggingarleyfisbréfi nýframkvæmda.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
4. Goðahraun 6. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810086
Tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu.
Guðmundur Hafþór Björgvinsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,29.
Engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
5. Goðahraun 8. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810085
Tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu.
Jón Ingvi Pétursson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,32.
Engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
6. Goðahraun 10. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810084
Tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu.
Bjarki Ómarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,36.
Engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
7. Búhamar 32. Umsókn um byggingarleyfi - garðhús - 201811048
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa um leyfi til að byggja 19,3m2 garðhús út timbri. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði Skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
8. Ofanleitisvegur 2 - Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús - 201812012
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Agnes Ósk Þorsteinsdóttir og Ólafur Sölvi Eiríksson sækja um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Hámarkshæð húsa er 5,1m skv. deiliskipulagi svæðis.
 
 
9. Vestmannabraut 56B. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201810164
Tekið fyrir frestað erindi. Jón Ólafur Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar sbr. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
10. Vestmannabraut 63. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201812026
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Vestmannabraut 63B. Yina Luz Pacific Ospino og Ailandas Baurinas sækja um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
11. Búhamar. Fyrirspurn, hönnun einbýlishúsa. - 201808206
Steinar Sigurðsson arkitekt f.h. lóðarhafa óskar eftir afstöðu ráðsins til innsendra teikninga af einbýlishúsum á lóðir 2, 6, 8 og 10 í Búhamri.
 
Niðurstaða
Ráðið lítur jákvætt á innsenda tillögu og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
12. Ofanleitisvegur 7. Umsókn um lóð - 201812039
Helen Arndís Kjartansdóttir og Baldur Þór Bragason sækja um lóð nr. 7 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. júní 2019.
 
 
13. Hafnargata 2. Umsókn um flaggstöng. - 201812029
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar hf. sækir um leyfi fyrir flaggstöng á lóð fyrirtækisins á horni Strandvegs og Hafnargötu.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
14. Nýjahraun - skoðunarferðir - 201812013
Þorsteinn Þór Traustason f.h. Volcano-ATV ehf. sækir um leyfi til aksturs létt fjórhjóla um nýja hraun samkvæmt innsendum gögnum.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir leyfi til reynslu í 12 mánuði. Ráðið felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að útfæra leyfið.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:38
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159