03.12.2018

Fræðsluráð - 311

 
 Fræðsluráð - 311. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Leó Snær Sveinsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir og Lilja Björg Arngrímsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

Mat á stöðu stoðkerfis GRV - 201809110

 

Framhald af 2. máli 310. fundar fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Framkvæmdastjóri sviðs leggur fram mat á kostnaði og forgangi á niðurstöðu starfshóps um stoðkerfi GRV. Niðurstöður eru að heildarkostnaður af tillögum hópsins er frá 11 milljónum upp í 21 milljón á ári eftir því hvort teymiskennsla verði tekin upp í efri bekkjum og þörfinni á viðbótarkennslumagni hverju sinni. Ekki er þörf á viðbótarkennslumagni vegna lotukennslu þar sem hún liggur þegar fyrir. Framkvæmdastjóri, fræðslufulltrúi og skólastjóri GRV mæla með eftirfarandi:
a) Að staða náms- og starfsráðgjafa fari í 100% stöðu frá og með haustinu 2019 og að skólastjóri vinni skýra starfslýsingu og skilgreini verkefni hans og vinnutíma þannig að náms- og starfsráðgjafi nýtist sem best til náms- og starfsráðgjafar. Viðbótarkostnaður er um 710 þúsund.
b) Að teymiskennsla verði tekin upp á miðstigi frá og með hausti 2019 með fjóra kennara í árgangi. Áhersla verði á því að með þessu verði hægt að draga úr kennslu í námsveri á þessu skólastigi sem og fjölda stuðingsfulltrúa. Lagt er upp með þrjá viðbótarkennara í 80% stöðuhlutfalli hver til teymiskennslunnar en að hægt sé að spara kennara í námsveri sem og stuðningsfulltrúa. Viðbótarkostnaður er um 2,3 milljón.
c) Að við útreikinga á kennslumagnsþörf komandi skólaárs vinni skólastjóri í samráði við fræðslufulltrúa rökstudda ósk um viðbótarúthlutun miðað við útreikinga “pottormsins. Rökstudd tillaga að kennslumagnsþörf komandi skólaárs er síðan lögð fyrir fræðsluráð til samþykktar. Óskað er eftir 10 viðbótarkennslustundum á viku á næsta rekstrarári og er kostnaður um 3,2 milljón.
Heildarkostnaður vegna ofangreindra þátta er um 6,3 milljónir fyrir rekstrarárið 2019.
Ráðið samþykkir umræddar tillögur og vísar þeim til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

Bókun minnihluta D lista:,,Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðvitaðir um að mikilvægt sé að skoðkerfi grunnskólans sé eins öflugt og þörf er á hverju sinni þannig að ólíkum þörfum nemenda sé mætt en Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því á síðustu kjörtímabilum að svo sé og almennt hefur vel tekist til.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysta faglegu mati stjórnenda varðandi þær tillögur og hugmyndir sem lagðar eru fram og leggjast ekki gegn þeim. Þó er mikilvægt að leggja áherslu á mikilvægi þess að fjármagn sem fer til skólans sé nýtt með sem ábyrgustum hætti og nýjum kostnaðarliðum sé mætt með hagræðingu."
(sign. Silja Rós Guðjónsdóttir og Ingólfur Jóhannesson)

Bókun meirihluta E og H lista:
,,Meirihluti þakkar framkvæmdastjóra sviðsins, fræðslufulltrúa og skólastjóra GRV fyrir að vinna úr tillögum starfshóps um stoðkerfi GRV. Meirihluti telur mikilvægt að styðja betur við og styrkja stoðkerfi GRV og samþykkir eindregið þær forgangskröfur sem settar eru fram fyrir næsta rekstrarár."
(sign. Elís Jónsson, Aníta Jóhannsdóttir og Leó Snær Sveinsson)

     

2.

Samræmd próf 2018-2019 - 201811118

 

Skólastjóri GRV kynnti niðurstöður úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar skólastjóra kynninguna og hvetur skólastjóra og skólaskrifstofu að halda áfram að greina niðurstöður með það markmiði að bæta enn betur árangur skólans.

     

3.

Erindi dagforeldra til fræðsluráðs - 201806119

 

Framhald af 1. máli 307. fundar fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið ræddi stöðu þjónustu dagforeldra og leggur til að reglur sem samþykktar voru á 307. fundi ráðsins og eiga að gilda til 31. desember 2018 verði framlengdar til 31. maí 2019. Ekki er þörf á auka fjárveitingu vegna þessa.

     
                                                    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:13

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159