26.11.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 219

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 219. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

26. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Helga Jóhanna Harðardóttir vék af fundi í 1. máli og Haraldur Bergvinsson vék af fundi í máli 2. Hafdís Ástþórsdóttir sat sem varamaður fyrir þau í þessum málum. Sólrún Gunnarsdóttir sat fundinn í máli 3. og 4.

 

Dagskrá:

 

1.

Ósk um styrk - 201811069

 

Fimleikafélagið Rán óskar eftir styrk til uppbyggingu á félaginu.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið samþykkir 60.000 kr styrk.

     

2.

Beiðni um leigubílaþjónustu í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu - 201611071

 

Beiðni er um að fjölskyldu- og tómstundaráð endurmeti höfnun á leigubílaþjónustu fyrir blinda í Vestmannaeyjum. Óskað er eftir því að Vestmannaeyjabær taki upp sama form og þekkist á höfuðborgarsvæðinu að samningur verði gerður við Blindafélagið um ferðaþjónustu með leigubifreiðum fyrir lögblinda einstaklinga í Eyjum.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið hafnar erindinu á sömu forsendum og áður og bendir á að boðið er upp á ferðaþjónustu á tímbilinu kl. 7:30 til 17:30 á virkum dögum auk þess sem þegar er samningur við Blindrafélagið um leigubifreiðaakstur á höfuðborgarsvæðinu.

     

3.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

4.

Akstursþjónusta - 200711112

 

Tillaga um aukna ferðaþjónustu við fatlað fólk um kvöld og helgar.

   
 

Niðurstaða

 

Vestmannaeyjabær býður upp á akstursþjónustu á virkum dögum á tímabilinu 7:30 til 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega vegna fötlunar sinna á akstursþjónustu að halda til að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir.
Helst hefur verið kvartað yfir því að ekki sé boðið upp á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sem þurfa á henni á halda á kvöldin, um helgar og á rauðum dögum. Til að mæta þessum hópi er lagt til eftirfarandi leiðir;
1. Fyrir fatlað fólk býður Vestmannaeyjabær upp á niðurgreiðslu á kostnaði vegna leigubifreiðar. Niðurgreiðslan er bundin við 900 kr ferðin og takmarkast við 10 ferðir á mánuði. Niðurgreiðslan miðast við ferðir á þeim tíma sem ekki er veitt akstursþjónusta á vegum sveitarfélagsins.
2. Varðandi fólk í hjólastól eða sem vegna fötlunar geta ekki nýtt sér leigubílaþjónustu heldur eru í þörf á sérútbúnum bíl þarf að panta slíka þjónustu með minnst 2 daga fyrirvara. Ef sameiginlegt mat notenda og þjónustuaðila er á þörfinni er bílstjóri fenginn til verksins og útkall greitt. Ferðafjöldinn miðast við 10 ferðir að hámarki á mánuði og gjald notenda verður 300 kr. ferðin.
3. Í vissum tilfellum verður hægt að fá lánað sérútbúin ferðaþjónustubíl til fatlaðs fólks í hjólastól eða sem vegna fötlunar eru í þörf á sérútbúnum bíl. Leggja verður fram pöntun tímanlega. Bílstjóri verður að hafa ökuréttindi til að aka umrædda bifreið og ber ábyrgð á henni skv. umferðarlögum. Gjald fyrir láni á bifreiðinni verður 800 kr og miðast við lán í 4 klst.
4. Ósk um frávik frá þessum reglum er hægt að leggja fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð ásamt rökstuðingi.
5. Mælt er með að veita þessa viðbótarþjónustu í eitt ár og meta áhrif hennar og áframhald eftir þann tíma.
Ráðið samþykkir þessa tillögu með fyrirvara um samþykki um aukna fjárveitingu og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Framkvæmdastjóra sviðs er falið að útfæra verkferla til að fylgja þessum reglum eftir.

     

5.

Heilsuefling fyrir eldri borgara - 201811022

 

Erindi lagt fram að frumkvæði félags eldri borgara

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið fékk kynningu á verkefninu frá Janusi Guðlaugssyni PhD íþrótta- og heilsufræðingi í október, ásamt því að Sólrún Gunnarsdóttir kynnti verkefnið á fundi dagsins. Ráðið þakkar þeim fyrir kynninguna. Verkefnið, Heilsuefling eldri borgara á Íslandi frá Janus heilsuefling er virkilega spennandi verkefni þar sem íbúar Vestmannaeyja 65 ára og eldri fá tækifæri til þess að efla sína heilsu. Verkefnið hefur mikið forvarnargildi þar sem betri heilsa íbúa getur m.a. stuðlað að lengri sjálfstæðri búsetu.

Tillaga frá fulltrúum D listans:
"Undirritaðir eru jákvæðir fyrir verkefninu en telja ekki nægjanlega upplýsingar liggja fyrir um kostnað. Teljum við mikilvægt að í ljósi mikilla útgjaldaaukningar í málaflokknum óábyrgt að samþykkja málið að svo stöddu og leggjum til að málinu verði frestað þar til nánari upplýsingar liggi fyrir." (sign. Páll Marvin Jónsson og Gísli Stefansson)

Fulltrúar E og H lista hafna því að fresta málinu og samþykkja að fara í verkefnið og miða forsendur við 50 þátttakendur og gjaldtöku um 3000 kr á mánuði. Framkvæmdastjóra er falið að reikna kostnaðinn og vísa til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlanagerðar 2019.

     

6.

Breyting á opnunartíma sundlaugar - 201704145

 

Ósk um aukinn opnunartíma sundlaugar yfir sumartímabilið maí - ágúst.

   
 

Niðurstaða

 

Ósk hefur komið upp frá íbúum og aðilum innan ferðaþjónustu um að auka opnunartíma sundlaugar um helgar frá lok maí til byrjun september. Um er að ræða 15 helgar og lagt er til að opnunartíminn verði frá kl. 09:00 til 21:00 í stað 09:00 til 18:00. Ráðið vill koma til móts við bætta þjónustu í sundlaug bæjarins og samþykkir viðbótar opnun sundlaugarinnar með fyrirvara um aukna fjárveitingu og vísar málinu áfram til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

     
                                     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:11

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159