20.11.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 224

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 224. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
20. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson og Sveinn R Valgeirssson sátu fundinn undir 2.máli. Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 3.máli.
 
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2019 - 201810221
Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2019 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 420 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði um 58 milljónir króna.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2019 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
 
 
2. Viðhalds- og nýframkvæmdir á vegum Vestmannaeyjahafnar - 201811089
Farið yfir helstu viðhalds- og nýframkvæmdir á vegum Vestmannaeyjahafnar næstu misseri.
 
 
3. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Hafþór Halldórsson og Ólafur Þór Snorrason greindu frá samskiptum við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna mats á umhverfisáhrifum nýrrar sorporkustöðvar. Fram kom í máli þeirra að mat á umhverfisáhrifum gæti verið samþykkt af Skipulagsstofnun haustið 2019.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur starfsmönnum að vinna áfram að verkinu.
 
  
 
4. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.20 frá 30.október 2018 og nr.21 frá 13.nóvember 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
5. Dalhraun 1 viðbygging, 2. verkhluti - 201808012
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.8 frá 30.október 2018 og nr.9 frá 13.nóvember 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
  
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159