20.11.2018

Bæjarráð - 3087

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3087. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

20. nóvember 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Starfshópur um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum - 201808046

 

Kristín Jóhannsdóttir kom á fund bæjarráðs til þess að kynna stöðu og helstu niðurstöður í vinnu starfshóps um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar Kristínu fyrir yfirferðina.

     

2.

Beiðni um samþykki bæjarráðs Vestmannaeyja fyrir fjármagni til úttektar á rekstri Hraunbúða - 201811076

 

Lögð var fram beiðni um fjármagn til að kosta greiningarvinnu á rekstrarkostnaði, þjónustu og mönnun Hraunbúða og samanburð við aðrar sambærilegar einingar.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir beiðni um fjárheimild að upphæð 2,5 m.kr. til þess að ráðast í greiningu á rekstrarkostnaði Hraunbúða og gerð tillagna til úrbóta. Greiningin verður framkvæmd af Noltu-ráðgjöf og þjálfun. Kostnaðurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar 2018.
Samþykkt með tveimur atkvæðum E- og H-lista gegn einu atkvæði D-lista.

Bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að fjármunum sveitarfélagsins sé betur varið í beina þjónustu í málaflokknum heldur en að eyða peningum í að fá fyrirtæki úr Reykjavík til að gera minnisblað um rekstur Hraunbúða og skoða rekstrartölur sem nú þegar liggja fyrir.
Trausti Hjaltason (sign)

Bókun:
Í kjölfar funda sem bæjarfulltrúar áttu með starfsfólki og yfirmönnum á Hraunbúðum í haust kom fram vilji til þess að fara yfir þá þjónustu sem veitt er á Hraunbúðum. Meirihluti bæjarráðs telur mikilvægt og nauðsynlegt að greina stöðu Hraunbúða með það fyrir augum að efla þjónustu til framtíðar.
Njáll Ragnarsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

     

3.

Eigendastefna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. - 201810204

 

Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 1. nóvember sl., var ákveðið að ljúka við gerð eigendastefnu fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. milli funda og hún lögð fyrir næsta bæjarráðsfund til samþykktar.

   
 

Niðurstaða

 

Eigendastefna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. rædd og samþykkt í bæjarráði.

     

4.

Álagning útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2019 - 201811081

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir óbreytta álagningu útsvars fyrir árið 2019. Í því felst að útsvarsprósentan verður 14,46%.
Bæjarráð samþykkir að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,35% í 0,33%. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands hækkar fasteignamat á árinu 2019 með tilheyrandi hækkun fasteignaskatts. Til þess að þessi hækkun hafi ekki áhrif á íbúðareigendur samþykkir bæjarráð að að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði, samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sem nemur hækkun fasteignamatsins.
Bæjarráð samþykkir að fasteignaskattur á öðru húsnæði verði óbreytt frá fyrra ári. Það þýðir að fasteignaskattur á eignir samkvæmt b-lið 3. mgr. 3. gr. sömu laga verði 1,32% og fasteignaskattur á eignir samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laganna verða 1,65%.

     

5.

Ágóðahlutagreiðsla 2018 - 201810197

 

Lagt var fram erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands (Brunabót) þar sem fram kemur að á síðasta aðalfundi félagsins hafi verið samþykkt að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli vera greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Vestmannaeyjabæjar í Sameignarsjóði félagsins er 4,013% og ágóðahlutagreiðsla ársins nemur því sama hlutfalli af þeim 50 milljónum króna sem greiða á til aðildarsveitarfélaganna. Það samsvarar kr. 2.006.500.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar kynninguna.

     

6.

Umræða um samgöngumál - 201212068

 

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs til þess að fara yfir stöðuna á verkefninu.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar Guðbjarti yfirferðina. Á mörgu er að taka og hefur Guðbjartur unnið mikið starf á þeim tíma sem hann var ráðinn. Ljóst er að verkefnin framundan eru ærin og framkvæmdastjórinn vel inni í þeim. Bæjarráð telur mikilvægt að gott upplýsingaflæði sé milli forráðamanna félagsins og eigenda þess og er þessi yfirferð liður í því upplýsingaflæði.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.00

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159