20.11.2018

Almannavarnanefnd - 1802

 
Almannavarnanefnd - 1802. fundur
Almannavarnanefndar
haldinn í fundarsal lögreglustöðvarinnar við Faxastíg,
20. nóvember 2018 og hófst hann kl. 09:30
 
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir formaður, Íris Róbertsdóttir varaformaður, Ólafur Þór Snorrason aðalmaður, Arnór Arnórsson aðalmaður, Adolf Hafsteinn Þórsson aðalmaður, Sigurður Hjörtur Kristjánsson aðalmaður, Friðrik Páll Arnfinnsson aðalmaður og Jóhannes Ólafsson embættismaður.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
Ívar Atlason sat fundinn undir 6.máli
 
Dagskrá:
 
1. Öryggismál Herjólfs - 201810121
Í framhaldi af síðasta fundi var óskað eftir frekari upplýsingum frá Eimskip um til hvaða aðgerða var gripið og hvernig verkferlum er fylgt í kjölfar mengunarslyss 28.10.2015 og árekstrarhættu 02.08.2017 um borð í Herjólfi. Fullnægjandi svör hafa borist frá öryggisstjóra Eimskips þar sem upplýst var um aðgerðir sem miða að því að atvik sem þessi endurtaki sig ekki.
 
Niðurstaða
Almannavarnanefnd þakkar upplýsingarnar og bendir á að í gildi er viðbragðsáætlun vegna Herjólfs og öryggismál Herjólfs því nefndarmönnum ofarlega í huga.
 
 
2. Öryggismál Vestmannaeyjaflugvallar - 201801006
Í framhaldi af síðasta fundi var ISAVIA upplýst um áhyggjur nefndarinnar af öryggismönnun flugvallarins og staða hindrunarljósa rædd. ISAVIA hefur lýst því yfir að mönnun flugvallarins uppfylli stórslysaáætlun flugvallar.
 
Niðurstaða
Almannavarnanefnd þakkar upplýsingarnar og leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í öryggismálum flugvallar.
 
 
 
3. Hættumat fyrir Vestmannaeyjar - 201009083
Almannavarnanefnd hefur átt í samskiptum við Veðurstofu Íslands vegna áhættumats fyrir Vestmannaeyjar og var fundað um málið þann 24.10.2018 á Veðurstofu Íslands þar sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref.
 
Niðurstaða
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mun skila gögnum og tillögum til VÍ í samráði við almannavarnanefnd. VÍ telur mikilvægt að við vinnu við áhættumatið verði tekið tillit til þarfa nefndarinnar þannig að niðurstaðan nýtist sem best við gerð viðbragðsáætlana.
 
 
4. Jarðskjálftamælar og GPS mælingar á fjöllum - 201704072
Aflað var upplýsinga um stöðu á jarðskjálftamælum í Vestmannaeyjum frá sérfræðingi Veðurstofu Íslands. Þrír mælar hafa verið staðsettir í Vestmannaeyjum á vegum VÍ frá því að bætt var úr snemma árs 2017. Tveir þeirra eru bráðabirgðamælar en mælarnir streyma allir gögnum beint til VÍ og eru hluti af staðsetningarkerfi stofnunarinnar. Vonir standa til að þeim verði komið varanlega fyrir í lok árs. Auk þeirra hefur Háskólinn í Bergen rekið jarðskjálftaverkefni í samstarfi við VÍ og hafa haft fjóra mæla á Heimaey frá 24.10.2017. Unnið er að því að vinna úr uppsöfnuðum gögnum. Engir skjálftar hafa mælst undir Heimaey á mæla VÍ en að meðaltali eru mældir tveir skjálftar á ári. Reglulega koma þó ár þar sem engir skjálftar mælast
 
Niðurstaða
Almannavarnanefnd þakkar upplýsingarnar en stefnt er að því að fá kynningu frá sérfræðingi VÍ þegar lengri tími er liðinn og farið hefur verið yfir gögn.
 
 
5. Almannavarnanefnd, æfingaáætlun - 201801007
Ákveðið hefur verið að fyrirhuguð skrifborðsæfing verði haldin 3. des. næstkomandi og er miðað við að hún hefjist að morgni og standi fram eftir degi.
 
 
6. Kynning á veitukerfum og viðbragðasáætlunum - 201811117
Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS fór yfir veitu- og lagnakerfi á vegum HS-veitna í Vestmannaeyja og hvað þarf helst að verja til að halda kerfunum gangandi í náttúruvá. Einnig fór hann yfir hættur vegna sæstrengja og vatnslagna.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.20
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159