19.11.2018

Fræðsluráð - 310

 
 Fræðsluráð - 310. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

19. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Elís Jónsson varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Jarl Sigurgeirsson yfirgaf fundinn eftir 2. mál.

 

Dagskrá:

 

1.

Fjárhagsáætlun - málaflokkur fræðsluráðs. - 201311033

 

Framkvæmdastjóri kynnti fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir málaflokk fræðsluráðs

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar yfirferðina á 1. drögum að fjárhagsáætlun.

     

2.

Mat á stöðu stoðkerfis GRV - 201809110

 

Framhald af máli 1. frá 308. fundi fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöðuna. Ráðið þakkar kynninguna og starfshópnum vinnuna. Ráðið felur framkvæmdastjóri sviðsins og fræðslufulltrúa að vinni úr tillögum í samvinnu við skólastjóra GRV. Ráðið leggur til að tillögur verði kostnaðarmetnar og þeim forgangsraðað. Niðurstöður úr því verði lagðar fyrir fræðsluráð á næsta fundi.

     

3.

Framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV - 201810073

 

Framhald af 2. máli 309. fundar fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Meirihluti E og H lista taka jákvætt í tillögu minnihluta frá síðasta fundi um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV. Mikilvægt er þó að byrja á þarfagreiningu með m.t.t. starfsemi næstu ára. Lagt er til að við áframhaldandi vinnu á húsnæðismálum Grunnskóla Vestmannaeyja (Hamarsskóla) Frístundavers og Tónlistarskóla Vestmannaeyja verði haft í huga að koma allri þessari starfsemi undir sama þak. Enda var það á stefnuskrá allra framboða nú í vor að huga að þessum málum. Þessi greiningarvinna ætti að rúmast í rekstri skólaskrifstofu.

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV:
,,Húsnæðiskostur Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum er farinn að þarfnast verulegra úrbóta. Húsnæðið er orðið gamalt og aðgengi sérstaklega fyrir hreyfihamlaða ekki eins og best verður á kosið. Hamarskóla hefur gjarnan vantað matar- og samkomusal og frístundaverið hefur verið í húsnæði sem ekki var hannað fyrir starfsemi þess og þörf er á að koma í hentugra húsnæði til frambúðar og tengja það við skólann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja því til að stofnaður verði starfshópur sem skoðar kosti þess að byggja við Hamarsskóla þannig að þar rúmist starfsemi Tónlistarskólans, frístundavers og að þar verði matar- og hátíðarsalur fyrir starfsemi skólanna. Markmið hópsins verður m.a. að koma með lausnir fyrir skólana og frístundaver með það að leiðarljósi að koma á rekstrarhagræðingu, bæta aðstöðu Hamarsskóla, auka aðgengi að tónlistarnámi og koma í veg fyrir fækkun barna í tónlistarnámi, stytta vinnudag barnanna og ýta þannig undir samverustundir fjölskyldunnar og almennt gera fræðsluumhverfið aðgengilegra fyrir börn.
Hópurinn verði skipaður skólastjóra GRV og aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla, skólastjóra tónlistarskólans, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs, forstöðumanni frístundavers, formanni ráðsins, fulltrúa frá minnihluta og fulltrúa frá foreldraráði GRV.
Lagt er til að starfshópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir lok síðari umræðna um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn."


Kosið var um tillöguna og féllu niðurstöður þannig að fulltrúar D lista voru með en fulltrúar E og H lista á móti.

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemd við að tillögu okkar var hafnað að því er virðist einungis til að meirihlutinn geti lagt fram samskonar tillögu og látið þannig líta út fyrir að vinna sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa þegar farið í sé ekki fullnægjandi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að meiri- og minnihluti sameinist í góðum tillögum í stað þess að meirihluti eigni sér annarra verk."
(sign. Ingólfur Jóhannesson og Silja Rós Guðjónsdóttir)

Breytingatillaga:
Felur ráðið framkvæmdarstjóra sviðsins að meta stöðuna eins og hún er í dag og fari í framhaldi af því í þarfagreiningu m.t.t. starfsemi næstu ára. Markmiðið er að meta kosti þess að koma allri starfsemi grunnskóla, tónlistarskóla og lengdrar viðveru undir sama þak. Framkvæmdastjóri sviðsins vinnur matið og greininguna í samstarfi tilheyrandi aðila. Lagt er til að niðurstöðunum verði skilað til fræðsluráðs og liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar 2019.
Samþykkt með 5 atkvæðum.

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að meirihlutinn hafi nú tekið undir þá tillögu sem við lögðum fram á síðasta fundi ráðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þetta fyrsta skref í átt að betri þjónstu Hamrasskóla, frístundavers og Tónlistarskóla og væntum góðs samstarfs vegna málsins."
(sign. Ingólfur Jóhannesson og Silja Rós Guðjónsdóttir)

     

4.

Þjónustukönnun leikskóla - 201808135

 

Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun leikskóla er varðar sumarlokanir.

   
 

Niðurstaða

 

Samtals 154 svöruðu könnuninni, þar af vildu 68,2% breytt fyrirkomulag en 31,8% halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Þeir sem kusu breytt fyrirkomulag völdu milli þriggja valmöguleika: 1)Kosið á hverju ári um tvö lokunartímabil. 2) Lokað fyrstu þrjár vikur í júlí og val um tvær vikur þannig að leyfi barns verði 5 vikur samfellt. 3)Fest verði tvö lokunartímabil sem verða til skiptis milli ára. 66,7% völdu kost 2, 22,9% völdu 3 og 10,5% kost 1. Ráðið þakkar þeim er tóku þátt í könnunni og felur skólaskrifstofu í samvinnu við skólastjórnendur leikskóla að skipuleggja sumarlokun leikskóla eftir þessum ábendingum.

     

5.

Starfsáætlun GRV 2018 - 2019 - 201811078

 

Skólastjóri GRV lagði fram og fór yfir skólanámskrá og starfsáætlun GRV. Aðstoðarleikskólastjóri Víkurinnar kynnti hluta Víkurinnar.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna.

     

6.

Fréttabréf skólaskrifstofu - 201811082

 

Fræðslufulltrúi kynnti drög að nýju fréttabréfi skólaskrifstofunnar en stefnt er að því að gefa út 1-2 bréf á hvorri skólaönn.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar fræðslufulltrúa fyrir kynninguna og fagnar útgáfu fréttabréfs skólaskrifstofu.

     

7.

Erindi dagforeldra til fræðsluráðs - 201806119

 

Varðar niðurgreiðslu vegna ónýttra plássa hjá dagforeldrum.

   
 

Niðurstaða

 

Á 307. fundi fræðsluráðs samþykkti ráðið tímabundnar aðgerðir til að mæta óvissu með rekstur núverandi dagforeldraúrræða vegna aukins framboðs á leikskólaplássum og fækkun barna í árgöngum. Ráðið samþykkti að greiða fyrir allt að tvö ónýtt pláss hjá dagforeldri háð ákveðnum skilyrðum. Umræddar reglur gilda til 31. desember 2018 og eiga síðan að vera endurmetnar. Beiðni kemur frá Kristínu Halldórsdóttur fyrir hönd dagforeldra að Vestmannaeyjabær greiði fulla greiðslu fyrir ónýtt pláss. Bendir hún á að dagforeldrar verða fyrir töluverðu tekjutapi vegna ónýttra plássa og að ekki sé greitt fyrir þau að fullu hjá Vestmannaeyjabæ. Ráðið hefur fullan skilning á stöðu dagforeldra en getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu en bendir bréfritara á að til stendur að taka afstöðu, á næsta fundi fræðsluráðs, til úrræðis sem samþykkt var á fundi 307.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:32

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159