13.11.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 294

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 294. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 13. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag í Kleifahrauni. Skipulagsbreyting. - 201811038
Lögð fram breytingartillaga deiliskipulags. Tillagan fjallar um óskir lóðarhafa Kleifahrauni 5 og 9 um leyfi til að breyta byggingarskilmálum lóða og byggja á lóðunum parhús í stað raðhúsa. Samanlagður gólfflötur parhúsa er áætlaður liðlega 300 m2 og nýtingarhlutfall 0.38 til 0.42. Miðað er við tvö bílastæði á íbúð innan lóðar. Uppdráttur ásamt greinargerð er í mkv. 1:1000.
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Foldahraun 9-13. Umsókn um byggingarleyfi - 201809011
Tekin fyrir að nýju erindi lóðarhafa Foldahrauni 9-13. Ragnar Már Svansson Michelsen fh. Masala ehf. sækir um leyfi fyrir að byggja fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
3. Foldahraun 14-18. Umsókn um byggingarleyfi - 201809012
Tekin fyrir að nýju erindi lóðarhafa Foldahrauni 14-18. Ragnar Már Svansson Michelsen fh. Masala ehf. sækir um leyfi fyrir að byggja fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
4. Búhamar 32. Umsókn um byggingarleyfi - garðhús - 201811048
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Búhamri 32. Hreggviður Ágústsson og Guðrún Jónsdóttir sækja um leyfi fyrir að byggja 19,3m2 garðhús út timbri sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að senda innsend gögn til grenndarkynningar sbr. ákvæði Skipulagslaga.
 
5. Brimhólabraut 40. Umsókn um lóð - 201811016
Friðrik Örn Sæbjörnsson og Jóhanna Birgisdóttir sækja um lóð nr. 40 við Brimhólabraut.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. maí 2019.
 
6. Umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna - 201809109
Frestað erindi. Fyrir liggur umbeðið álit frá umferðarhópi Vestmannaeyjabæjar.
Niðurstaða
Umferðarhópur leggur til að bætt verði úr öllum umferðarmerkingum við leikskólana og skólabyggingar Vestmannaeyjabæjar. Yfirfara allar skiltamerkingar, eldri merki verða endurnýjuð og bætt við ef vantar. Mála í götuna 30km umferðarhraða þar sem það á við. Setja upp ljósaskilti við gangbrautir og setja upp hraðaskilti í samráði við lögregluna.
 
Ráðið samþykkir tillögur umferðarhóps.
 
7. Bréf til Skipulagsráðs. Umferðarhraði á Vallargötu - Boðaslóð. - 201810193
Frestað erindi. Fyrir liggur umbeðið álit frá umferðarhópi Vestmannaeyjabæjar.
Niðurstaða
Umferðarhópur bendi á sömu úrbætur og máli nr. 6. Að auki er lagt til að umferðarþrenging verið komið upp á Vallargötu við Bessastíg þannig að lengd gangbrautar verði 5m í stað 9.7m.
 
Ráðið samþykkir tillögur umferðarhóps.
 
8. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Ábending um breytingar á reglugerð nr. 550/2018 - 201811040
Tekin fyrir ábending HES um lagabreytingar.
 
9. Umhverfisstefna Vestmannaeyjabæjar - 201811049
Skipað verður í starfshóp - umræður
 
Niðurstaða
Eftirfarandi aðilar eru í starfshópi vegna Umhverfisstefnu Vestmannaeyjabæjar.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Jóhann Jónsson
Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
10. Skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð - 201810090
Tekið fyrir að nýju frestað erindi. Formaður Skipulagsráð fer yfir stöðu málsins.
 
Niðurstaða
Formaður fór yfir vinnu sem er í gangi hjá hópnum og ákveðið var að ráðið muni funda með starfshópnum á næstunni.
 
Bókun meirihlutans.
Fulltrúar E og H listans telja mikilvægt að koma á framtíðarlausn fyrir tjöldun í tengslum við Þjóðhátíð þar sem tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð hefur verið til bráðabirgða til 5 ára á byggingareiti við Áshamar. Sú ákvörðun var aldrei grenndarkynnt enda fór hún ekki formlega inn í ráðið og því engin gögn til um ákvörðunina.
 
Einnig harma fulltrúar E og H listans það ábyrgðaleysi fulltrúa D-listans þar sem þeir bókuðu á 293 fundi um kostnaðartölur og veikja þannig samningsstöðu Vestmannaeyjabæjar með því að opinbera þær. Kostnaður tilheyrir ekki ráðinu en fulltrúar D-listans höfðu ekkert um skipulagið að segja sem tilheyrir ráðinu. Fulltrúar verða að skilja hlutverk sitt í ráðum og halda sig við það sem tilheyrir þeirra ráði.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
 
Bókun fulltrúa D-lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja fjarri lagi að það sé ábyrgðarleysi að hugsa um skattfé íbúa og vísa því á bug. Þvert á móti er það mat okkar að ábyrgðarleysi sé að hugsa ekki út í kostnaðartölur við ákvarðanatöku sama hvers eðlis málið er, en umræddar kostnaðartölur voru þess eðlis að okkur þykir ekki verjandi að fara í þessa framkvæmd og höfum m.a. komið með tillögur að öðrum ódýrari lausnum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fullfærir um að skilja sitt hlutverk í ráðinu hjálparlaust og frábiðja sér fullyrðingar um annað.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159