12.11.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 218

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 218. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

12. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2018 - 201801014

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir ágúst, september og október 2018

   
 

Niðurstaða

 

Í ágúst bárust 11 tilkynningar vegna 10 barna. Mál 5 barna voru til frekari meðferðar.
Í september bárust 17 tilkynningar vegna 15 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar.
Í október bárust 12 tilkynningar vegna 10 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

4.

Staða æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa - 201810206

 

Ósk um umræðu frá fulltrúum D listans um ráðningu æskulýðs-,tómstunda- og íþróttafulltrúa.

   
 

Niðurstaða

 

Fulltrúar D listans leggja fram eftirfarandi bókun;
"Á sama tíma og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja sjá öflugt utanumhald í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmálum er mikilvægt að kostnaður vegna þessa sé ekki hrein viðbót við útgjöld bæjarfélagsins, sem þegar eru um 440 milljónir á ári í málaflokknum. Leitast verði við að aukið utanumhald skili sér í hagræðingu í málaflokknum sem aftur skilar sér í markvissara íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem rekið er í sátt, samlyndi og í öflugu samstarfi við þau félagsamtök sem eru að vinna nú þegar á þessu sviði.
Einnig verði leitast verði við að nýta þá miklu þekkingu á málaflokknum sem starfsfólk fjölskyldusviðs býr yfir, áður en útgjöld eru aukin. Innan málaflokksins eru nú þegar tvö tengd störf þar sem starfsmenn eru ekki í fullu starfi. Þar sem umrædd staða á einnig að vera hlutastarf telja undirritaðir að í stað þess að ráða nýjan starfsmann sé nærtækara að hækka starfshlutfall viðkomandi starfsmanna og færa þeim aukin verkefni. Í framhaldi af því má skoða þann möguleika að útvista ákveðnum verkefnum til félaga og félagasamtaka.
" (sign. Gísli Stefánsson og Páll Marvin Jónsson)

Fulltrúar H og E listans leggja fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti fjölskyldu- og tómstundaráðs fagnar því að meirihluti bæjarstjórnar hafi samþykkt 50% stöðu æskulýðs, tómstunda og íþróttafulltrúa. Enda mikil þörf á stöðugildinu eins og fram kom í minnisblaði framkvæmdastjóra sviðsins. Eins og umræðan hefur sýnt og endurspeglast í samfélaginu þá er þörf á ábyrgðaraðila fyrir forvarnir og fræðslu fyrir börn og ungmenni." (sign. Helga Jóhanna Harðardóttir, Haraldur Bergvinsson og Hrefna Jónsdóttir).

     

5.

Frístundastyrkur - 201611107

 

Framhald af 3. máli 213. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 28. ágúst 2018 og 1. máli 1538. fundar bæjarstjórnar frá 4. október 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð leggur til að aldursviðmið frístundarstyrks verði hækkuð í 18 ár og vísum því til vinnu við fjárhagsáætlunar. Hækka þarf fjármagn til frístundastyrkjar um 2 milljónir frá því sem er í fyrstu drögum fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar D listans leggja fram eftirfarandi bókun;
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta skoðun sína að aldurshópurinn 16 - 18 ára sé hafður með í breytingu á viðmiðunaraldri frístundastyrks. Þannig verður tilhögun styrksins sambærilegri öðrum sveitarfélögum, auk þess að mesta brottfall úr tómstundum er á unglingsárunum og því eðlilegra að styðja við þann aldurshóp. Iðkun skipulagðra tómstunda- og íþrótta er góð forvörn gegn m.a. vímuefnanotkun, félagslegri einangrun og öðrum heilsufarsvandamálum. Til þess að koma á móts við þann hóp þar sem brottfalls gætir mest leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að styrk megi veita til kaupa á 3 til 12 mánaða kortum í líkamsræktarstöðvum til ungmenna að 18 ára aldri m.v. fæðingarár, og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um fræðslu til iðkenda og utanumhald. Framkvæmdastjóra sviðsins verði falið að móta framsetningu þessa í reglunum.
Með þessu aukum við frelsi ungmenna við val á heilsurækt og hreyfingu sinni og líklegra en ekki að þetta verði aukinn hvati fyrir ungmenni sem ekki finna sig innan skipulagðrar starfsemi íþróttahreyfingarinnar að stunda líkamsrækt." (sign. Gísli Stefánsson og Páll Marvin Jónsson)

Fulltrúar H og E listans leggja fram eftirfarandi bókun:
"Meirihlutinn vísar hugmynd minnihlutans í vinnu við endurskoðun á reglunum í heild sinni. Mikilvægt er að styrkurinn nýtist til skipulagðar starfsemi íþrótta- og tómstundastarfs." (sign. Helga Jóhanna Harðardóttir, Haraldur Bergvinsson og Hrefna Jónsdóttir)

     

6.

Starfsmaður til að sinna fjölmenningu í Vestmannaeyjum - 201811021

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs óskar eftir fjármagni til að koma á tímabundið 50% stöðugildi starfsmann til að vinna með málefni fjölmenningar í Vestmannaeyjum. Staðan er hugsuð til tveggja ára.

   
 

Niðurstaða

 

Meirihluti fjölskyldu og tómstundaráðs veitir jákvæða umsögn við 50% starfshlutfall til að sinna fjölmenningu í Vestmannaeyjum sem tilraunaverkefni til eins árs. Meirihlutinn fagnar því að auka eigi við þjónustu fólks með erlent ríkisfang þar sem fjöldi þeirra hefur aukist töluvert og er orðin 9% af íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Enda stefna að styrkja þjónustu við þennan hóp. Meirihlutinn vísar þessu til vinnu við sérsamþykktir á milli umræða um fjárhagsáætlun 2019. Samþykkt segja Helga Jóhanna Harðardóttir, Haraldur Bergvinsson og Hrefna Jónsdóttir. Gísli Stefánsson og Páll Marvin Jónsson voru á móti.

Fulltrúar D listan bóka eftirfarandi:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að sinna vel málefnum íbúa af erlendum uppruna og hefur undanfarin ár verið lögð mikil áhersla innan fræðslukerfisins að sinna sérstaklega börnum af erlendum uppruna. Hafa starfsmenn Bókasafns Vestmannaeyja einnig sinnt aðstoð við heimanám þessa hóps. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja varhugavert að auka enn frekar við útgjaldaaukningu málaflokksins en rekstraróhagræði getur einnig fylgt því að fjölga hlutastörfum. Réttara væri að útvista verkefnum til þeirra aðila sem þegar eru að veita íbúum af erlendum uppruna aðstoð og stuðla þannig að samræmingu þeirra á milli og bæjarins." (sign. Gísli Stefansson og Páll Marvin Jónsson)

     
                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:36

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159