31.10.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 293

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 293. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 31. október 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Heimaklettur. Raforkustöð. - 201810088
Tekið fyrir að nýju frestað erindi. Ingibergur Einarsson f.h. ISAVIA ohf. sækir um leyfi fyrir raforkustöð við ljósamastur á Heimakletti sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki samþykkt umbeðna staðsetningu á raforkustöð en heimilar tímabundið leyfi til 12 mánaða á eftirfarandi hnit E:437063,628 / N:327829,619, en sú staðsetning hefur engin sjónræn áhrif frá bænum.
Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti. Þá skal Isavia fjarlægja aflagðan rafmagnskapal og ganga betur frá röskuðu svæði við ljósamastur. Allur frágangur skal vera í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið.
 
 
2. Skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð - 201810090
Tekið fyrir að nýju frestað erindi. Formaður Skipulagsráð kynnir niðurstöður vinnuhóps um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð. Vinnuhópur var skipaður á 289 fundi ráðis.
  
Tillaga frá starfshópi um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð.
Starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð var skipaður á 289. fundi Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
Í starfshópinn voru skipuð Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa.
 
Starfshópi var falið að koma með tillögu að framtíðar tjaldsvæði í tengslum við tjöldun á Þjóðhátíð. Starfshópur ákvað eftir fyrsta fund að leggja til nýtt svæði sem kemur til með að taka við af tjaldsvæði sem undanfarin fimm ár hefur verið staðsett á byggingarlóðum í Áshamri.
 
Starfshópur hefur fundað í tvígang og leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir Umhverfis- og skipulagsráð.
 
-að tjaldsvæðaþörf verði mætt innan íþrótta- og útivistarsvæðis við Hástein
-að suður af Týsheimili verði útbúin ný svæði með takmarkaða notkun
 
Verði tillagan samþykkt þarf að breyta útivistasvæði í tímabundin tjaldsvæði í deiliskipulagi skv. ákvæðum Skipulagslaga.
 
Bókun fulltrúa D-lista
Samkvæmt þeim upplýsingum sem komið hafa fram á fundinum hér í dag er kostnaður við gerð nýs tjaldsvæðis áætlaður á þriðja tug milljóna. Í þessu máli liggur fyrir að slétta þarf stórt svæði, koma fyrir góðri lýsingu, gæta að öruggri aðkomu viðbragðsaðila, tengja rotþrær og fleira. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki forsvaranlegt að útsvarsgreiðendur í Vestmannaeyjum greiði fyrir gerð nýs tjaldsvæðis, sem nýta á í fimm daga á ári eins og fram kemur í niðurstöðu stýrihópsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að hægt að finna aðrar lausnir til þess að leysa þetta verkefni sómasamlega án þessa gríðarlega tilkostnaðar. Því fylgir ábyrgð að fara með skattfé samborgara okkar og okkur finnst illa farið með fé bæjarbúa í þessu tilviki.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
Niðurstaða:
Ráðið samþykkir að senda málið aftur til vinnuhóps.
 
 
 
3. Stóragerði 4. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 201810042
Tekið fyrir innsent bréf frá lóðarhafa dags. 29.10.2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að senda innsend gögn til grenndarkynningar sbr. ákvæði Skipulagslaga.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
4. Vestmannabraut 56B. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201810164
Jón Ólafur Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
 
 
5. Umsókn um atvinnulóð í Ofanleiti. - 201810208
Guðni Grímsson sækir um lóð undir 400fm iðnaðarhús í Ofanleiti sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. umsókn. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
 
6. Strandvegur 109. Umsókn um stöðuleyfi. - 201810175
Tekið fyrir erindi frá N1 hf. Sigurður Einarsson sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur 20 feta gámum á lóð fyrirtækisins við Strandveg 109 samræmi við innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða.
 
 
7. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Ljósleiðari á Eiði - 201810190
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara á Eiði sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á að vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
8. Bréf til Skipulagsráðs. Umferðarhraði á Vallargötu - Boðaslóð. - 201810193
Bjartey Hermannsdóttir Bessastíg 10 sendir bréf til ráðsins þar sem bent er á umferðarhraða við Barnaskóla Vestmannaeyja og óskar eftir að settar verði upp hraðahindranir á Vallargötu og Boðaslóð.
 
Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til umferðarhóps.
Umferðarhópur Skipulagsráðs er skipaður eftirfarandi aðilum.
Jónatan Guðni Jónsson Skipulagsráði
Hjalti Enok Pálsson
Jóhannes Ólafsson yfir lögregl.þjónn
Ólafur Þór Snorrason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Sigurður Smári Benónýsson skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
9. Hilmisgata 15. Umsókn um byggingarleyfi - burðarsúlur. - 201810189
Páll Zóphóníasson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir að breyta burðarsúlum í sal sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 25.10.2018
 
 
10. Kleifahraun 5. Fyrirspurn varðar breytingar á byggingarreit. - 201810214
Valur Andersen fh. lóðarhafa Kleifahrauni 5 óskar eftir við skipulagsráð að breyta skipulagi lóðar úr raðhúsalóð í tvær parhúsalóðir.
 
Niðurstaða
Ráðið er hlynnt erindinu og felur skipulagsfulltrúa að leggja fram breytingar á deiliskipulagi.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159