31.10.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 216

 
 
                                        Fjölskyldu- og tómstundaráð - 216. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

31. október 2018 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson varamaður og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Bakvaktir vegna barnaverndar. - 201003060

 

Bakvaktir barnaverndarnefndar utan daglegs vinnutíma

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að fjármagn verði sett inn til að efla bakvaktir í barnavernd samkvæmt minnisblaði sem framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði fram. Ráðið felur framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar 2019 en fjárhagsáætlunin fer til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn á næstu dögum.

     

2.

Staða æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa - 201810206

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs óskar eftir samþykki ráðsins fyrir að ráðið verði í 50% stöðu æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir fyrir sitt leiti stöðu æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa og leggur til að stöðugildið verði að lágmarki 75% staða. Ráðið felur framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir umræddum kostnaði í fjárhagsáætlun 2019 sem fer til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn á næstu dögum.

     

3.

Ósk um styrk vegna útgáfu á meðferðarbók fyrir börn - 201810074

 

Ósk um styrk vegna útgáfu á nýrri meðferðarbók fyrir börn og unglinga sem tekur á kvíða hjá eldri börnum, á aldrinum 9 - 13 ára.

   
 

Niðurstaða

 

Erindi frá Thelmu Gunnarsdóttur og Árnýju Ingvarsdóttur sálfræðingum þar sem þær sækja um fjárstyrk til útgáfu á meðferðarbók fyrir börn á aldrinum 9 - 13 ára. Markmið bókarinnar er að hjálpa börnum að takast á við alvarlegan kvíða. Bókin er mikilvægt hjálpartæki fyrir börn og unglinga og nýtist vel fagaðilum sem starfa með börnum t.d. í skóla, félagsþjónustu og heilbrigðiskerfinu. Styrkveiting gefur kost á 10 fríum eintökum ásamt kynningu á efni hennar til foreldra og/eða fagaðila sé þess óskað. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að veita 300.000 kr styrk til verkefnisins gegn því að fá kynningu á efninu fyrir foreldra og/eða fagaðila og eintök af bókinni.

     

4.

Boð um PEERS námskeið í félagsfærni fyrir unglinga í Vestmannaeyjum - 201810124

 

Boðið er upp á tilboð fyrir PEERS námskeið í félagsfærni fyrir unglinga með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi og/eða aðra félagslega erfiðleika.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið enda fellur það vel við markmið og þarfir í skólastarfi og barnavernd. Ráðið leggur til að framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs taki tillit til kostnaðar vegna þessa verkefnis við gerð fjárhagsáætlunar 2019 sem fer til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn á næstu dögum.

     

5.

Styrkumsókn, Aflið- Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi - 201810102

 

Beiðni um fjárhagsaðstoð til þjónustu Aflsins- samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis á Norðurlandi

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð getur ekki orðið við erindinu.

     

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:53

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159