30.10.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 223

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 223. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
30. október 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Dagskrá:
 
1. Siglingaráætlun Herjólfs frá 30.mars 2019 - 201810198
Gefin hefur verið út ný siglingaáætlun Herjólfs með tilkomu nýrrar ferju.
Fyrsta ferð er áætluð frá Vestmannaeyjum kl. 07.00 og síðasta ferð frá Landeyjahöfn kl. 23.15.
Ljóst er að breyta þarf skipulagi Vestmannaeyjahafnar til að mæta þeim breytingum sem verða.
 
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum að útfæra breytingar og leggja fyrir ráðið.
 
 
2. Hleðslulausn fyrir rafmagnsferju - 201810200
Framkvæmdastjóri kynnti þá vinnu sem farið hefur fram með Vegagerðinni vegna uppsetningar rafhleðslustöðvar fyrir nýja Vestmannaeyjaferju.
 
 
3. Fjárhagsáætlun ársins 2019 - 201810026
Framkvæmdastjóri fór yfir vinnu vegna fjárhagsáætlunar ársins 2019
 
 
4. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Framkvæmdastjóri fór yfir framkvæmdir á Kirkjugerði og fyrirhuguð verklok. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að flestum verkum er lokið innanhúss og mun þeim væntanlega ljúka í vikulok að undanskildu eldhúsi sem lýkur í næstu viku.
 
Niðurstaða
Ljóst er að ýmislegt hefði betur mátt fara, meðal annars hjá Vestmannaeyjabæ, í undirbúningi og við framkvæmd verksins. Ráðið hefur farið yfir verkið með framkvæmdastjóra sviðsins, hvað olli töfum á verkinu og hvernig hægt er að læra af reynslunni og gera betur. Ráðið vill benda á að ákvarðanir sem teknar voru á verktíma hafa skilað betri leikskóla fyrir alla aðila. Ráðið biður alla hlutaðeigandi aðila afsökunar á töfum og óþægindum sem orðið hafa en lýsir um leið ánægju með að verkinu skuli vera að ljúka.
 
 
5. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.18 frá 2.október 2018 og nr. 19 frá 16.október 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
6. Dalhraun 1 viðbygging, 2. verkhluti - 201808012
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.6 frá 2.október 2018 og nr.7 frá 16.október 2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
7. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð nr.5 frá 20.sept.2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159