05.09.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 221

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 221. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
5. september 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Lóð fyrir slökkvistöð - 201808035
Á 1537. fundi Bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 30. ágúst síðastliðinn var ákveðið að vísa húsnæðis- og lóðarmálum Slökkvistöðvar Vestmannaeyja aftur til framkvæmda- og hafnarráðs. Ráðinu er falið að fara aftur yfir kosti sem mögulegir eru.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að Guðmundur Ásgeirsson, Guðlaugur Friðþórsson og Sigursveinn Þórðarson skoði betur staðsetningar ásamt framkvæmdastjóra og slökkviliðsstjóra og skili greinagerð til framkvæmda- og hafnarráðs.
 
 
2. Girðing norðan megin við Hásteinsvöll - 201807041
Komið hefur fram gagnrýni á þá tegund girðinga sem notuð er við Hásteinsvöll en Vegagerðin fór í kjölfar af alvarlegu slysi á Miklubraut í Reykjavík árið 2017 í að fjarlægja samskonar girðingar sem voru á milli akreina Miklubrautar. Reykjavíkurborg hefur ekki séð ástæðu til að fjarlægja slíkar girðingar við Fjölnisvöll, Víkurskóla, Egilshöll eða Framvöllinn og á fleiri atöðum þar sem þær standa með sama tilgangi og girðingin við Hásteinsvöll.
 
Einnig er vert að benda á að samskonar girðingar eru víða um land meðfram vegum og einnig í Vestmannaeyjum, eins og úti á Eiði og á Ásavegi við Sóla.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir þessa yfirferð og áréttar mikilvægi þess að ítrasta öryggis sé gætt við val á girðingum og að ekkert sé slegið af öryggi vegfarenda.
 
 
3. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
 
Fyrir liggur verkfundagerð nr. 16 frá 4.sept. 2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
4. Dalhraun 1 viðbygging, 2. verkhluti - 201808012
 
Fyrir liggur verkfundagerð nr.4 frá 4.sept. 2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159